Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Page 77
drepa á nokkur upphafseinkenni algengustu krabba-
meina.
Bgrjunareinkenni. Erabbamein i brjóstinu er mjög
algengt. Margar konur draga allt of lengi að leita sér
læknishjálpar, einkum þegar á pað er litið, aö svo má
heita, að 90 af hverjum 100 konum með brjóstkrabba má
lækna, ef meinið er numið burtu af færum læknum,
áður en pað hefir vaxið út fyrir brjóstkirtilinn, eða sáð
sér út. Stundum verður konan ekki meinsins vör, fyr
en það er stórt orðið, og er pá engan að áfellast. En
oft er pví ekki skeytt, pó að hnúður finnist í brjóst-
inu eða pó að blóð vætli úr geirvörtunni. Vitanlega er
konan oft 1 vafa um, hvort nokkuð sé að. Það er
ekki ráðlegt að pukla brjóstið með fingurgómunum.
Gleggra finnast herzlin, ef farið er með lófanum yfir
brjóstið. Annars er vitanlega öruggast að vitja lækn-
is. Karlmenn fá mjög sjaldan mein í brjóstið, en pó
á pað sér stað.
Legkrabbi lýsir sér venjulega fyrst með blóðmissi
utan tiðanna og fúlum klæðaföllum. Pyrir konur,
sem komnar eru fram yfir pann aldur, sem pær hafa
á klæðum, er blóðmissirinn mjög ábyggileg vísbend-
ing. Ef konu um fimmtugt, sem ekki hefir haft tíðir
i 4—5 ár, fer að blæða á ný, bregzt pað sjaldan, að
að hér er á ferðinni byrjandi krabbamein i leginu.
Pví miður eru flestar konur svo ófróðar um pessi
efni — enda vanar blóðmissi frá pessum liffærutn
frá fyrri tíð, að pær skeyta pessu ekki, fyr en þján-
ingar neyða pær til aö leita sér hjálpar. En pá er
allt um seinan.
Magakrabbi legst oftar á karla en konur, en sjald-
an fyr en menn eru miðaldra. Vitanlega er oft 6-
mögulegt að varast byrjunareinkennin, einkum ef
menn hafa áður haft veikan maga, sem ekki er óal-
gengt. En miöaldra fólk, sem upp úr þurru fer að
leggja af og fá óþægindi i maga, ætti að gefa sig
fram strax við lækni, sem er fær við pessa sjúkdóma.
(73)