Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Side 80
staka deild, sem hefir meinarannsóknir með hönd-
um Mikið starf liggur eftir brezka félagið gegn
krabbameini — »The British Empire Cancer Camp-
aign«, — sem gefur út sérstakt tímarit um pessi efni
— »The Cancer Reviewn
Petta félag sendi ungan visindamann til Islands
fyrir fáum árum. Var tilefnið, að enskur læknir hafði
fullyrt, að krabbamein væri óþekktnr sjúkdómur í
einni sveit á tslandi — i Mýrdalnum. Brezka félaginn
þótti þetta mikil tiðindi og vildi láta rannsaka, hvern-
ig i þessu gæti legið Pví miður var þetta allt mis-
skiiningur. Pessi útsendi Iæknir heimsótti mig daginn
sem hann kom til Rvíkur, og hittist þá svo á, að
verið var að röntgenmynda sjúkling úr téðri sveit
með mein í maganum. En þetta er að eins nefnt til
þess að sýna, hve þessi erlendu félög hafa vakandi
auga á öllu, er varðar krabbamein.
Rannsóknirnar eru margvislegar, og eru krabba-
meinssjúkar skepnur mjög notaðar til ýmsra tiirauna,
einkum mýs og rottur. Visindamennirnir geta numið
meinið úr einni músinni og flutt i aðra, þannig að
það vex þar áfram. Hafa þannig verið gerðar til-
raunir tii ónæmis, með þvi að greypa veiklað mein
i tilraunadýr. Er hugsunin að gera dýrið ónæmt gegn
sjúkdómnum, aö sínu leyti sem menn verða ónæmir
gegn bólu með bólusetningu. Líka hafa verið reyndar
blóðvatnslækningar, svipað og haft er um hönd gegn
barnaveiki.
Mjög hefir verið athugað, hvort mein þessi muni
vera arfgeng. Auk nákvæmra athugana á fjölskyldum
og ættum sjúklinga, eru lika notaðar tii þess mýs,
sem hafa krabbamein. Er vandlega athuguð hver
músarkynslóðin fram af annari; allar eru mýsnar
tölusettar, skráð æfi þeirra, dauðamein og krufning,
og mundi margur ættfræðingurinn öfunda meina-
fræðingana af svo nákvæmum ættartölum!
Vísindamönnum heppnast að taka sneiðar úr raein-
(76)