Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Page 84
ríkjunuin, til þess að ræða um krabbavarnir, og
.gekkst amerikska félagið fyrir þeim fundi. Niðurstöð-
ur hinna færustu og fróðustu krabbameinslækna
beimsins á fundi þessum voru sem hér segir:
1. Orsök til krabbameins er ókunn, en það er ekki
næmur sjúbdómur. Sjúklingarnir sýkja ekki frá sér,
né heldur gengur sjúkdómurinn að erfðum.
2. Sjúklingar með krabbamein verða að leita lækn-
is 1\iö allra fyrsta.
3. Stundum er auðvelt að þekkja krabbamein á
byrjunarstigi, og eru batahorfur þá góðar. Ef sjúk-
dómurinn heflr gripið mikið um sig, er allt um
seinan.
4. Almenningsfræðsla er nauðsynleg, til þess að
veita vísbending um, hvernig meinin lýsi sér i byrjun.
5. Læknarnir verða að kynna sér rækilega grein-
áng sjúkdómsins, til þess að vera færir um að þekkja
hann í tæka tið, og ber því af hálfu hins opinbera
að létta undir með iæknunum í þessu efni, svo að þeir
geti sífellt aflað sér nýjustu vísindalegrar þekkingar
um krabbamein.
6. Skurðlæknar og geislalæknar verða að kapp-
kosta að fullkomna vísindagreinir sínar — sumpart
til þess að þekkja sjúkdóminn fljótt og rétt, og sum-
part til lækninga-aðgerða.
7. Pær lækningar, sem koma til greina, eru skurð-
aðgerð, röntgen- og radiumgeislar.
Pessar niöurstöður gilda enn í dag, og má reyndar
skoða þær sem útdrátt úr því, sem lýst hefir verið
hér að framan.
Vitanlega væri æskilegt, að verkefni útlendu krabba-
varnatélaganna yrðu upptekin hér á landi, sem cr-
Jendis, og rekur vonandi að því fyr eða síðar.
(80)