Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Síða 90
tekið Titiu í þokuani. Var J>á bátur settur út og
farið aö leita, og fundust þeir loks og roru þá langt
reknir inn í flóa.
Þá var þaö í öðru sinni, er Guðmundur Scheving
bjó í Haga á Barðaströnd, að hann beiddi um mjöl-
tunnu i’rá Flateyjarkaupmanni með mönnum sínnm,
er hann sendi þangað; mun pá Jón hafa verið ieið-
sögumaður danskra skipa til Flatevjar. Svo stóð á,
aö þar vorn þá um leið staddir menn frá Stykkis-
hólmi, er skyldu með öðrum erindum sækja kaik-
tunnu. Jón var viðstaddur og gat komið því til
leióar, svo að aðrir urðu ekki við varir, að kalktunnan
var flutt til Schevings í Haga, en mjðltunnan suðor
i Stykkishólm.
Eitt siun var það um sunnudag i góðu veðri i
Hergilsey, að Jón fekk garnla konu til að sitja undir
vegg og safnaði til hennar glösum og tetækjum og
fyllti þar meö kjöltu hennar; hún vildi eigi annað
en hlýða Jóni, því að auðmjúk var hún og honum
eftirlát, og hélt, að haun myndi vilja láta þetta þorna
og viörast. En þá er hann hafði fyllt kjöltu hennar,
sem honum líkaði, tók hann grallara og lét hann
riða að báðum vöngum hennar og kjaftshöggvað*
hana um stund; en svo var, sem Jón vissi vel, að
hún hafði i rniklu afhaldi grallarann og gamlau söng,
en ekki hinn nýja; svo var henni þó aö öðru leyti
vel við Jón, að ekki vildi hún spilla glergersemnm
hans, og bærði ekki á sér.
Einu sinni fór Jón með drengi tvo á bát ofan í
Flatey, og munu honum hafa þókt þeir uppivöðsln-
raiklir. Kemur hann þá að flæðiskeri og lendir þar
við, fer upp úr bálnum og slíkt hið sama sveinarnír.
En áður en þá varði nokkurs, hljóp Jón í bátinn og
skildi þar eftir drengina og reri til Flateyjar, laak
par af erindum sínum og gat þessa eigi fyrir nokk-
nrum rnanni. En er hann fór til baka, reri hann
þangað, er hann vissi skerið vera; var það þá allt i
(86)