Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Síða 29
Lyautey marskálkur.
Franski marskálkurinn Lyautey var einn af dugleg-
ustu og víðsýnustu hermönnum og stjórnöndum nú-
tímans, landnámsmaður, sem skapað hefir og stjórn-
að þeim breytingum, sem hvað mestar hafa orðið í
nokkru landi á síðustu árum, skapað veldi Frakka
í Marokko. Hann var konungssinni, sem gaf lýðveld-
inu keisaradæmi, eins og einu sinni var komizt að
orði um hann.
Lyautey var af gömlum og góðum ættum, norman-
diskur í móðurættina, en faðir hans, sem var verk-
fræðingur, var af gamalli, franskri hermannaætt. Hann
var fæddur 1854 og þegar hann var tveggja ára, kom
fyrir hann slys, sem mikil áhrif hafði á uppvaxtarár
hans og hafði næstum því kostað hann lífið. Hann
sat í lcjöltu fóstru sinnar út við glugga, og var full-
orðna fólkið að skoða hátíðlega hersýningu, sem fram
hjá fór, og þegar barnfóstran laut út um gluggann, til
þess að sjá betur, missti hún barnið og féll það á höf-
uðið ofan á götuna. En áður hafði það rekizt á öxl
eins hermannsins, sem fram hjá fór, og linaði það
fallið og bjargaði lífi barnsins. Lyautey slasaðist þó
mikið á höfði, og við nánari athugun kom það í ljós,
að hryggur hans hafði einnig laskazt, og var hann þá
látinn liggja tvö ár í rúminu hreyfingarlaus í járn-
umbúðum. Hann var ekki rólfær, fyrr en hann var
sex ára og þá með hækjum, en hækjulaus gekk hann
tiu ára og var lamaður og stirður árum saman eftir
það. Samt fór hann í liðsforingjaskólann i St. Cyr, og
skynsamlegt liferni lians og reglubundnar æfingar
urðu til þess, að hann náði sér af meini sínu og varð
hinn kvikasti og glæsilegasti maður á velli. Að loknu
námi gekk hann í herþjónustu, var við ýmsar her-
deildir og i stjórnarskrifstofum, eins og venja er til,
og virtist eiga sér g'óða framtið sem herforingi.
(25)