Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Qupperneq 39
svo, að allir Persar Iiefðu gengið í tóbaksbindindi í
mótmælaskyni. Nasir-ud-Din og eftirmaður hans,
Mzaffer-ud-Din, tóku livert stórlánið á fætur öðru
hjá Bretum og Rússum, en kunnu lítt með fé að fara,
og ýmsir ráðandi menn í stjórn þeirra létu greipar sópa
um fjárbirzlu ríkisins. Oánægjan með petta stjórnar-
far óx ákaflega á fyrstu árum þessarar aldar og fór
svo að lokum, að konungur gaf út nýja stjórnarskrá
(30. des. 1906), og var par með komið á þingbundinni
konungsstjórn. Enn gekk pó í brösum milli konungs
og pingsins, og íhlutun Rússa og Englendinga fór vax-
andi. t*eir gerðu samning með sér í ágúst 1907, þar
sem þeir skiptu lándinu milli sín í tvö hagsmuna-
svæði. Það var olíusvæðið, sem var mesta keppikefl-
ið, og árið 1909 sameinuðu Bretar alla sína olíuhags-
muni í Iran i eitt félag, Anglo-Persian Oil Company.
Af togstreitunni um olíuna í Iran er mikil saga, og af
baráttu hinna beztu manna í landinu fyrir þvi, að
hagnýta þessar auðsuppsprettur oliuhéraðanna fyrst
og' fremst þjóðinni sjálfri til nytja. Peir börðust einnig
íyrir því góðri baráttu að koma fjármálum landsins
í gott horf og fengu erlenda sérfræðing'a til þess að
ráða fram úr þeim málum. Svo kom heimsstyrjöldin.
Persar lýstu að vísu yfir hlutleysi sinu, en Rússar
sendu her inn í landið og hann gerðust þar æ aðsóps-
meiri og aðgangsfrekari. Einnig fór tyrkneskur her
inn í landið og Pjóðverjar seildust þar til íhlutunar,
en Englendingar sendu Sir Percy Sykes þangað, til
þess að g'æta sinna hagsmuna, og gekk nú enn lengi
í erjum og óvissu í landinu.
Pá er það að Riza Khan kemur til sögunnar. Hann
kom fyrst fyrir alvöru fram á sjónarsviðið i bylling-
unni, sem gerð var í febrúar 1921, þegar Sipehdar-
stjórninni var steypt. Pað var ungur ritstjóri i Tehe-
ran, Zia-ud-Din, sem aðallega stóð að þeirri byltingu,
ásamt tveimur Kósakkaliðsforingjum, en Riza Khan
fékk það hlutverk að taka höfuðborgina herskildi með
(35)