Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Side 43
um finnast ýmsar umbæturnar, og þykir sem rifnar hafi
verið upp rósir með þyrnunum. En allir viðurkenna
kraft og þrek hins nýja konungs og glæsilegan árang-
ur starfa hans. Saga Riza Shali Pehlevi er eitt merki-
legasta æfintýri nútímans.
Stanley Baldwin.
Stanley Baldwin ruddi sér til rúms í öndvegi enskra
stjórnmála þegar hann í október 1922 gerðist leiðtogi
þeirra íhaldsmanna, sem heimtuðu riftað samvinn-
unni við Lloyd George i samsteypustjórn þeirri, sem
stofnað hafði verið til í desember 1916. Sumir íhalds-
menn höfðu þá lengi verið óánægðir með samsteyp-
una, en ýmsir helztu menn þeirra í ráðuneytinu vildu
halda samvinnunni áfram í kosningum þeim, er stóðu
fyrir dyrum, og' meðal þeirra var Austin Chamber-
lain helztur. Pá var haldinn hinn frægi fundur í
Carlton-klúbbnum, þar sem þingmenn íhaldsflokksins
áttu að taka ákvörðun um framtíð flokksins og sam-
steypustjórnarinnar. Pá gerðist Baldwin talsmaður
þess, ásamt Bonar Law, að slíta skyldi samvinnunni
við Lloyd George, en flokkurinn skyldi ganga til kosn-
inga sem hreinn íhaldsflokkur, öðrum óháður og með
sína eigin stefnuskrá. Peir Baldwin og Bonar Law
unnu þarna á fundinum glæsilegan sigur, þvert ofan í
vilja flestra ráðhei-ranna í flokknum, því að það var
samþykkt með 187 atkvæðuin gegn 87 að láta Lloyd
George og frjálslynda flokkinn sigla sinn eiginn sjó
og að endurreisa ihaldsflokkinn sem sjálfstæðan flokk.
Það var skoðun þeirra Baldwins, að með áframhald-
andi samvinnu við annarlegan flokk væri yfirvofandi
hætta á því, að séreinkenni flokksins þurkuðust af
honum og að fylgi hans færi þverrandi meðal kjós-
andanna, svo að æ erfiðara mundi verða, eftir því
sem lengra liði, að halda flokknum saman og fylkja
honum á ný. En þegar þetta var að gerast, höfðu
(39)