Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Qupperneq 47
knýja fram sinn málstað, því vopni, sem þá var tal-
ið beittast, allsherjarverkfalli. Almenningsálitið var
samt mjög á móti þessu verkfalli, og það fór út um
þúfur, og' varð verkamannaflokknum hin sárasta
reynsla og að visu þjóðinni allri.
Eftir kosningarnar í maí 1929 fór Baldwin frá, en
MacDonald myndaði stjórn að nýju (8. júní), en sú
stjórn sagði af sér 25. ágúst 1931 og var þá mynduð
samsteypustjórn eða þjóðstjórn, og í henni varð Bald-
Win í raun og veru valdamesti maðurinn, þótt Mac-
Donald væri forsætisráðherrann áfram, en flokkur
hans klofnaði út af þessu.
Baldwin hefir að sjálfsögðu látið mörg stjórnmál til
sín taka, sem engin tök eru á að lýsa hér. En hann
hefir líka fengizt við fleira og ýmislegt af því, sem
hann hefir sagt um ópólitísk mál, hefir verið gefið út
í bók (On England). Hann á einnig kyn til þess að
bera gott skyn á fleiri hluti en kaupsýslu og stjórn-
mál, og hefir hann það úr móðurætt sinni að vera
listelskur og bókhneigður og smekkmaður á mál og
stil. Skólamenntun sina fékk hann í Harrow og i Trinity
í Cambridge. Móðir hans, sem var prestsdóttir, var
menntuð merkiskona, eins og þær systur fleiri, og í
miklum metum hjá manni einsog William Morris, en
systir hennar var gift vini hans og félaga, Burne-Jones.
Önnur systirin var gift Kipling, og eru þeir þá systra-
synir, Baldwin og skáldið Budyard Kipling, sem
margir þekkja hér af sögunni Sjómannalíf og fleiri
ritum hans. Baldwin talar sjálfur fallegt mál og hefir
oftar en einu sinni hvatt landa sína til þess að vanda
og fegra tungu sína, og þá m. a. varað þá við of mikl-
um Ameríku-áhrifum. Hann er maður blátt áfram og
alþýðlegur, að mörgu leyti púrítani í gömlum stíl, og
er stundum harðorður, þegar honum virðist »alda
óhófs og efnishyggju« flóa háskalega yfir þjóð sína.
Og hann hefir hvað eftir annað í ræðum sínum gerzt
ákveðinn talsmaður lýðræðis og þingræðis gegn vax-
(43)