Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Qupperneq 53
Seint í þessum mánuöi komu þýzkir kvikmynda-
smiðir, K. Raumschert og G. Wolfschmidt, og ferð-
uðust kringum land og tóku myndir.
Júní 2. Um kl. 1,40 e. hád., kom landsskjálftakippur á
Norðurlandi. Mun hafa staðið í U/a mínútu. Hann
olli eftix-farandi skemmdum: í Dalvík eyðilögðust
22 íbúðarhús og mörg hús skemmdust allmikið. —
Á Upsaströnd skemmdust 4 hús. — í Svarfaðardal
hrundu bæjarhús á nokkrum bæjum, svo sem'á
Gullbringu og i Hrappstaðakoti/og undirstaða und-
ir íbúðarhúsi á Böggversstöðum. Mörg penings-
hús hrundu í dalnum, einnig brúarstöpull undir
brúnni á Hólsá, og stöpull skemmdist undir Svarf-
aðardalsárbrú. Einnig féllu brýr á ræsum og vegir
skemmdust. í Hrísey skemmdust mjög 5 hús. Kirkjan
spraltk og fiestir reykháfar hrundu á húsum þar.
Á Árskógsströnd sprakk hús að endilöngu og
hrundi annar hliðarveggurinn. Á Hámundarstöðum
féll hlaða og fjós. — Á Hjalteyri sprakk hús. — í
Ólafsfirði skemmdust reykháfar nokkuð, og á Þór-
oddsstöðum sprakk gafl á húsi. — Á Breiðumýri í
Reykjadal hrundi skemma. — Smáskemmdir urðu
og víða. Smákippir voru öðru hvoru fram eftir
deginum.
— 5. Voru landsskjálftakippir nyrðra, og féll bærinn
á Grund í Svarfaðardal í einum þeirra.
— 6.—22. Landsskjálftakippir öðru hvoru nyrðra, en
flestir mjög smáir. Helztir voru: 9/e 3, 11/e um köld-
ið 1 snarpur. 14/e 2 á Dalvík, 16/e 1 i Hrísey, harður,
21/e fremur smáir, 24/e sífelldir smákippir i Ilrísey.
— 15. Brann fjárhús og hlaða á Bóndhóli á Mýr-
um, og í fjárhúsinu brunnu húsgögn, sem voru
geymd þar.
— 16. Iíomu til Rvíkur 4 enskir stúdentar frá háskól-
anum í Cambridge og fóru áleiðis norður til Gríms-
eyjar 20. s. m. til um 3 vikna dvalar við fuglalífs-
og jarðfræðirannsóknir.
(49)
4