Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Side 58
jarðliræringa nyrðra, og voru pá, sem frá því í
júní, mjög smávægilegar. — 73 marsvín rekin á land
í Fossvogi hjá Rvík og drepin.
Okt. 6. Opnuð heilsufræðissýningLæknafélagsReykja-
víkur. Lauk 21. s. m.
— 7. Stofnað i Rvík íþróttafélag kvenua.
— 10. Strandaði á Siglunesi við Siglufjörð vélbátur,
Dan, frá Alcureyri. Tveir menn voru á bátnum og
bjargaðist annar þeirra.
— 12. Kviknaði í húsi á Siglufirði. Tókst bráðlega að
slökkva, en miltlar skemmdir urðu á húsi og mun-
um og var hvort tveggja óvátryggt.
— 14. aðfn. Fuku í stórviðri útihús og hjallar á ísa-
firði, og 4 trillubátar brotnuðu mikið.
— 14. Vígð ný kirkja í Vík i Mýrdal. — Strandaði vél-
bátur, Æskan, skammt frá Sauðaness-vita við
Siglufjörð. Mannbjörg varð.
— 18. Brann að miklu innan hús barnaheimilisins
Vorblómið í Rvik, og flest allt, er inni var, en mann-
björg varð alveg. — Varð piltur fyrir slysi í Rvik
og dó af 23. s. m.
— 19. Strandaði vélbátur, Svend, við Bolungavík.
Mannbjörg varð.
— 24. Brunnu um 200 hestar af heyi á Stóra-Fjarðar-
horni i Strandasýslu.
— 25. Strandaði við Meðalland enskur linuveiðari.
Mannbjörg varð.
— 26. Fórst vélbátur, Sigurður Pétursson, frá Siglu-
firði, með 5 mönnum.
— 26—27. Ofviðri um allt land og fannkyngi norðan-
lands. Fennti par eitthvað fé og hesta og fé hrakti
eitthvað í sjó (á Langanesi). Olli fárviðrið miklum
skaða og skemmdum í Húsavik og víða á Tjörnesi,
á Langanesi, en einkum i Grenivík (par fórust vélbát-
ar og árabátar, 8 bryggjur og 9 fiskiskúrar, en 6
útgerðarhús skemmdust talsvert, og mikið af fiski
fór í sjóinn; hey töpuðust mikið, eldiviður o. fl.).
(54)