Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Síða 84
svo sem nýmjólk og nýjum ávöxtum, grænmeti og
kartöflum.
Sá hængur er á kartöflurækt í Norður-Sviþjóð, að
vor- og haustfrost gera miklar skemmdir. En Sviar
deyja ekki ráðalausir og hafa gert miklar tilraunir
til þess að afla sér útsæðis, sem þolir kalt loftslag.
Sem dæmi um, hve þeim þj'kir málið mikilvægt, má
nefna, að vísindamaðurinn, próf. Carl Hammarlund,
var sendur til Suður-Ameríku, til þess að finna þar
kartöflutegund, sem heppileg væri til útsæðis í köldu
landi. Hann er nýlega heim kominn úr leiðangri sín-
um og hafði með sér útsæðistegundir hundruðum
saman. Meðal þeirra eru jarðepli, sem þola frost, og
eru því vonir um, að tryggja megi framvegis upp-
skeruna, kuldans vegna.
Hér á landi hafa menn verið misjafnlega heppnir
með útsæði að ýmsu leyti. Næturfrostin gera víða
talsverðar skemmdir í kartöflugörðum. Pað væri ráð-
legt fyrir islenzka búnaðarráðunauta að kynna sér
tilraunir Svíanna í þessu efni. Pað háir íslenzkri jarð-
rækt, að hún er ekki vísindalega rannsökuð sem þvrfti.
Svíar hafa líka gert mikið til þess að fá almenning
norðarlega í landinu til þess að hagnýta sér ber. En
þar vex víða ógrynni af berjum, og ýmsar hér óþekkt-
ar tegundir. Þar á meðal eru ber, sem Svíar nefna
»hjortron«, en Norðmenn »multeber« (rubus chama-
emorus). Pað mætti kalla þau mýraber á íslenzku, þvi
að þau vaxa í votlendi, og vœri rétt að gera tilraun til
að setja pau niður hér á landi. Pað væri gaman að
bæta við einni berjategund hér á landi. Hafa blábcr
og krækiber um holt og móa, en mýrarber þar sem
votlent er. Vill Búnaðarfélagið sinna þessari hug-
mynd? Þessi ber gætu ef til vill orðið notaleg bót í
búið hjá húsmæðrum i sveit, ef mýraberin næðu
hér þroska.
Fjörefnafræðingurinn práf. Göthlin, við háskólann í
Uppsölum, hefir nýlega gefið út skýrslu um rann-
(80)