Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Síða 85
sóknir sinar á fjörefnum í alls konar berjum. Berin
eru að mörgu leyti holl fæða, og má að vísu ekki ein-
blina á fjörefnagildið, en það þykir kannske mörgum
gaman að heyra, að safi úr svörtum ribsberjum —
sólberjum — er jafn hollur appelsinusafa. En appelsín-
ur teljast til fjörefnarikustu ávaxta. Sólberjarunnar
eru sums staðar i görðum hér á landi. en berin þurfa
betri sumur til þroskunar en rauðberin, sem reyndar
eru líka mjög holl. Rannsóknir og leiðbeiningar próf.
Göthlins hafa orðið til þess, að almenningur í Svíþjóð
hagnýtir miklu betur þessa ávexti en áður hefir átt
sér stað, bæði ber í görðum og á víðavangi.
Hvað er réttnefnd saft? íslenskar húsmæður nota
vitanlega saft til matar, i súpur, grauta, sultu og sem
útálát. En hugmyndir húsmæðranna um berjaafurð-
irnar eru ærið ófullkomnar. Mikið af innlendri, svo-
kallaðri saft, er léleg vara og ber ekki nafn með rentu,
eins og ég benti á í opinberu erindi um þetta efni, í
sept. 1934. Húsmæðrum á að vera ljóst, að saft má
að réttu lagi ekki kalla, nema pann safa, sem unninn
er úr berjum. En mikið af innlendu saftinni er aðal-
lega sykurvatn, sem settur er á litur og bragð, með
ýmsum efnum. Slíkt er ekki saft, heldur saftlíki. —
Það er ekkert undarlegt, þó að hugmyndirnar um saft
séu ófullkomnar, þar sem hagnýting berja á sér ekki
stað, nema óvíða í sveitum, og húsmæður í kaupstöð-
um eiga ekki kost á að kaupa ber lágu verði á torg-
inu, eins og víðast hvar erlendis, og vinna þá sjálfar
úr þeim saft og mauk. — íslendinga hefir tilfinnan-
lega vantað löggjöf um matvæli, og eftirlit með söl-
unni. En húsmæðrunum þarf að vera ljóst, að saft
má ekki kalla annan safa en þann, sem unninn er úr
berjum, eða öðrum ávöxtum og jurtahlutum.
Rauðber. Jurtalíf landsins er fáskrúðugt, og því er
ekki að furða, þó að fátt sé hér um berjategundir. í görð-
um og við hús eru aðallega ræktuð rauðber (»ribs-
ber«), sem þroskast í flestum sumrum. Þau eru ljúf-
(81) ö