Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Page 87
um að hafa visindalega menntaða menn í hans þjón-
ustu, sem gætu leiðbeint í þessum efnum.
En rauðberin eru fyrirtak. Mig hefir oft íurðað á
því, að sveitafólk, sem liefir það að lífstarfi að rækta
jörðina, skuli venjulega ekki rækta nema gras, kart-
öflur og gulrófur. Pað eru til stórmyndarleg sveita-
heimili, þar sem ekki er einu sinni settur niður rab-
arbari, eða ræktaðar svo auðveldar matjurtir sem
hreðkur, spínat eða salat. Menn geta verið einkenni-
lega lítið forvitnir á þessu sviði, að langa ekki til að
sjá eitthvað nýtt gægjast upp úr moldinni. En hús-
mæður þurfa að skilja, að það er mjög mikilsvert
fyrir skapl}mdi og heilsufar heimilismanna, að til-
breytni sé í daglegum kosti. Góð hjálp í því efni er
að rækta algengar, en fyrirhafnarlitlar matjurtir, eins
og rauðberjarunna. Saft og sultu úr rauðberjum má
nota árið um kring.
Bláber. A víðavangi eru hér tínd aðalbláber, blá-
ber, krækiber og svo lítið eitt af jarðarberjum og
hrútaberjum. Aðalbláberin þykja tilkomumest, enda
hafa þau hlotið aðals-nafnið. Bláberin hafa líka allra
manna hylli, og eru jafnvel eftirsótt erlendis, þar sem
nóg er af ljúffengum berjategundum. í Noregi og
sums staðar i Svíþjóð er mikil bláberjatínsla, og tals-
verður útflutningur af aðalbláberjum til Bretlands.
Bað er mesta furða, hve lítið er tínt hér á landi, þvi að
markaðsverð á bláberjum er kr. 1.00—1.25 lítrinn. En
i góðu berjalandi má tína lítra af bláberjum á klukku-
stund. Sveitafólk gerir sér þó sums staðar dálitla at-
vinnu af berjatínslu. í nýlega útkomnu hefti af tíma-
ritinu »Samtíðin« segir ritstjórinn, hr. G. Rósenkranz
frá því, að sveitaheimili á Vesturlandi seldi sumarið
1933 frá sér bláber fyrir 400 kr.; það voru aðallega
börn, sem tindu berin. Ritstjórinn getur þess líka, að
aðal-afurðasala þessa sveitaheimilis þá um haustið
voru 50 dilkar, og fékkst fyrir þá jafn há upphæð,
eins og fyrir bláberin, sem sé 400 krónur!
(83)