Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Qupperneq 88
P*aö getur bersýnilega verið ábatasamt að tína blá-
ber i sumum sveitum, par sem er gott til berja og
greiðar samgöngur, til pess að koma berjunum frá sér.
Á Vestfjörðum hafa löngum pótt góð berjalönd og
talsverð berjamenning meðal fólksins, ef svo mætti
að orði komast.
Pað er óparft að eggja fólk á að borða ný bláber
með góðu útáláti, enda leitun á peim manni, sem
ekki er sólginn í slikt góðgæti, En íslenzk heim-
ili, sem eiga aðgang að berjalandi, geta fyrir lítinn
pening byrgt sig að fyrirtaks bláberjasaft og mauki,
sem geymist vel i heilt ár eða lengur.
Bláber má gejrma hrá, á flöskum, allan veturinn, og
eru leiðbeiningar um pað i matreiðslubókum. Annars
er vissast að geyma berin ósoðin, með pví að hræra
pau saman við allt að pví jafnmikið af steyttum hvíta-
sykri. I'roskuð, vel tínd og hrein bláber eru hrærð
saman við sykurinn í 2 klst., með hvíldum, og er bezt
að hræra með sleifarskaftinu, svo að berin kremjist
ekki um of. I3essi hrásulta heldur sér vel, ef hun er
látin í hrein, vel lokuð ílát, og geymd á svölum stað.
Sultan er ágæt með brauði og í bakstur.
Þá 'er 'auðvelt að vinna saft úr berjunum. Það er
ekki látið nema ofurlitið vatn I pottinn, svo að ekki
ofhitni berin í botninum. Soðið í fáeinar mínútur, síað,
og saftin hituð á ný, með svo miklu af stevttum sykri
sem húsmóðirin vill. Saftin er svo geymd á vel hrein-
um flöskum á svölum stað, og verður að ganga vel
frá tappanum. Bláberjasaft er mjög ljúffeng. Það á
ekki saman nema nafnið, bláberjasúpa, tilreidd úr ís-
lenzkri saft, eða súpa, sem matreidd er úr útlendum,
purrkuðum bláberjum.
Krækiber. Þau eru síður metin en bláber, enda al-
gengari og víðast hvar auðvelt að afla sér peirra.
Krækiberin eru harðger og nægjusöm og spretta jafn.
vel á kaldranalegustu stöðum landsins. — Á göngu-
tör okkar próf. Guðm. Thoroddsen um Hornstrandir
(84)