Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Síða 92
að í heiðskíru sumarveðri má sameina tvennt — að
tína ber og taka sólbað um leið.
fað ætti að geta orðið stolt og gleði barna og ung-
linga á heimilunum, að hafa lagt til berin, þegar farið
er að taka upp fyrstu saftflöskuna frá sumrinu.
í febr. 1935.
Innlendur fræðabálkur.
Frá séra Sigfúsi Finnssyni.
[Sr. Sigfús Finnsson varð prestur í Hofteigi árið 1815
og andaðist þar árið 1846, 67 ára að aldri. Hann þótti sér-
vitur nokkuð og undarlegur í háttum. Pað sem hér er frá
honum sagt, er tekið eftir Austfirðingasögnum Sigmundar
Matthíassonar Long í Lbs. 2144, 4to].
Ýmsar sagnir eru um Sigfús prest, sem ótvírætt
benda á, að hann hafi verið góðmenni, glensmikill í
i meira lagi af manni í hans stöðu og ekki látið sér
allt fyrir brjósti brenna. Drykkfelldur var hann tölu-
vert, pó að ekki sé getið um sérstök embættisafglöp
hans, enda var ekki afarhart tekið á slíku á peim
tímum. Er ekld annars getið, en að hann væri vel
látinn af sóknarbörnum sínum.
Þegar sr. Sigfús var prestur í Hofteigi, var sr. Stef-
án, sonur Arna prófasts Porsteinssonar á Kirkjubæ,
prestur á Valpjófsstað og prófastur um hríð i Norður-
Múlaprófastsdæmi. Sagt er, að hann væri fyrr allvín-
kær, en pá var mikil bindindis- eða hófsemdarhreyf-
ing á Fljótsdalshéraði, drukknar skálar i brúðkaup-
um í blávatni og fram eftir peim götunum. Var petta
hvergi sótt með meira kappi en í Fljótsdal, og var sr.
Stefán fremstur í flokki. Eins og nærri má geta, bár-
ust honum til eyrna sögur af pví, að sr. Sigfús væri
helzt um of drykkfelldur, og vildi hann gjarnan
hnekkja pví athæfi hans, ef unnt væri. Hugðist hann
(88)