Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Side 93
aö koma að sr. Sigfúsi óvörum, svo aö hann gæti
siður afsakað sig. Gerði hann nú Jökuldælingum aðvart,
að hann ætlaði að messa í Hofteigi tiltekinn sunnudag.
Var svo til ætlazt, að sr. Sigfús fengi engan pata af
þessu, en þó fór svo, að einhver sveitarmanna varð
til þess að skjóta þessu að presti. Laugardag þann, er
von var á sr. Stefáni um kvöldið, segir sr. Sigfús við
konu sina, madömu Ingveldi: »Ojæja, gæzkan mín
(það var orðtak hans), ég held þú ættir að sjóða þessi
hángnu bein, sem eftir voru í vor, ég trúi, að bless-
aður prófasturinn ætli að koma hér i kvöld og messa
hér á morgun.« Um kvöldið kemur sr. Stefán. Tekur
sr. Sigfús honum forkunnar vel, en lætur sem sig
stórfurði á því, að liann skuli vera kominn. Er hann
nú leiddur til stofu og innan lítils tíma fram borið
heitt hangikjöt ásamt öðrum mat, og matast þeir þar
báðir. Rúm var í stofunni, og skyldu þeir prestar sofa
þar, og þjónaði prestkonan þeim til sængur. En áður
en hún gengi burt, hvíslaði sr. Sigfús að henni, að
hún skyldi læsa stofunni að utanverðu og sagði um
leið; »Eg hugsa, að við höfum ekkert erindi út, hann
séra Stefán minn eða ég«. Pegar þeir voru háttaðir,
langaði prófast, sem var dasaður eftir ferðalagið, til
að sofna, en sr. Sigfús liafði svo margt að segja, að
prófasti var með öllu ómögulegt að sofna. Aður en
langt líður fer prófastur að kvarta um þorsta, en sr.
Sigfús segir: »Ojæja, rgæzkan mín, ég er viss um, að
hún Ingveldur mín liefir látið hjá okkur eitthvað að
drekka.« Síðan fer hann að þreifa á stofuborðinu, en
finnur ekkert, og hefir nú mörg orð um það, live
óheppilega hafi til tekizt, að hún Ingveldur sín skyldi
gleyma drykknum, en hitt væri til, að reyna að bjarga
sér sjálfur og ná í eitthvað til að drekka. Síðan tek-
ur liann i liurðina og þj'kist ætla að ljúka upp, en
hún er þá harðlæst. Lætur hann sem sér komi þetta
mjög á óvart. »Petta gerir vaninn«, segir hann, »því
að hún Ingveldur mín er æfinlega vön að læsa, þegar
(89)