Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Side 94
eg er einn«. Nú virtust allar bjargir bannaðar. Þorst-
inn þrengir því meir að sr. Stefáni sem lengur leið,
og ekki var nokkur leið, að hann fengi að sofna
fyrir mærðinni úr sr. Sigfúsi. Kvartar hann nú sár-
an og segir, að sér finnist þessar kvalir óbærileg-
ar. Þá segir sr. Sigfús: »Eg veit að sönnu ráð, sem
mér hefir á stundum orðið að góðu í svona dauðans
vandræðum, en eg þori varla að nefna það við yður«.
Prófastur spyr, livað það sé. »Það er að smakka á
brennivíni, þó ekki væri nema einu sinni.« »Ekki mun
eg það til vinna«, segir prófastur. Eftir nokkra stund
fór þó svo, að hann spyr prest, hvort hann hafi
brennivin. Kvað prestur já við því, kom með fulla
flösku og sagði við prófast: »Takið þér nú einn dug-
legan sopa, gæzkan mín, og látið hvorki koma við
tönn né tungu.« — Er þar fljótt yfir sögu að fara, að
undir morgun sofnar prófastur blindfullur og er þá
búinn úr flöskunni.
Á sunnudaginn var bezta veður og drifur fólk að
hvaðanæfa. Fara sumir heldri menn sóknarinnar að
spyrja sr. Sigfús, hvort prófastur sé þar ekki. Sr. Sig-
fús svaraði: »Að visu er liann hér, en það stendur
ekki sem bezt á fyrir honum. Hann er steinsofandi
inni í stofurúmi, nýlega oltinn út af blindfullur. Hann
gáði ekki að því, blessaður sauðurinn, að það er sitt
livað að halla sér út af i rúmið sitt á Valþjófsstað, ef
eitthvað ber út af, eða vera í embættiserindum norð-
ur á Jökuldal«.
Sem nærri má geta, brá mörgum í brún við þessa
sögu, en hér varð ekki að gert. Gekk nú fólk i kirkju
eins og venja var til. Messaði sr. Sigfús, og fór allt
fram vel og skipulega. Að loknu embætti fór sr. Sig-
fús inn til prófasts, sem þá var nýlega vaknaður,
sárveikur á sál og líkama. Þóttist nú prófastur sjá allt
eftir á, en lét þó ekki á þvi bera. Séra Sigfús var
hinn bezti og blíðasti. Aumkvaði hann prófast í hverju
orði fyrir, hve fast hann hefði sofið, því að ómögu-
(90)