Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Blaðsíða 96
lúra saman. Það er þó aldrei svo, að ekki sé hlýrra
í vetrarkuldanum ú tveimur í rúmi heldur en einum«.
Einu sinni sem oftar var sr. Sigfús á húsvitjunarferð
um sókn sína. A Brú var gamall maður, sem aldrei
hafði læs verið. Mun slíkt allviða hafa átt sér stað á
þeim árum. Prestur mun hafa farið nærri um lestrar-
kunnáttu karls, en samt var sjálfsagt að reyna hann.
Pegar karl þekkti engan stafinn, því síður meira, fer <
prestur að kenna honum að stafa og segir: s—e—m—
sem, og átkarlinn það eftir. Pá segir sr. Sigfús: »Ojæja,
gæzkan mín, þú verður góður með tímanum. Svona
var það, þegar eg var að læra að lesa, fyrst voru mér
sýndir stafirnir og svo fór eg að kveða að«. — Ekki
er þess getið, að prestur hafi yfirheyrt karlinn oftar.
í embættistíð sr. Sigfúsar var kvenmaður, sem hét
Þórdís Pétursdóttir, niðursetningur eða svo nefndur
»Kristfjár-maður« á Jökuldals- og Hlíðarhreppi. Með
þeim ómögum, er svo voru nefndir, var lagt afgjaldið
af Kristfjár-jörðunum, og skyldi það lagt með þyngstu
ómögum hreppsins. Pórdís þessi var lengi i Hofteigi.
Plún var eitthvað biluð á geðsmunum, en ekki höfð
í haldi. Pað var venja hennar, þegar hún vissi, að fólk
ætlaði að vera til altaris, að grípa einhverja flík og
kasta á herðar sér. Síðan labbaði hún út í kirkju og
inni að altari með hinu fólkinu, til þess að láta út-
deila sér. Einhver sóknarmanna hafði orð á því við
prest, að sér þætti undarlegt, að hann skyldi gegna
þessum ltenjum úr kerlingunni. Prestur brosti og sagði:
»Ojæja, gæzkan mín, eg get ekki verið að fyrirmuna
henni þetta, aumingjanum. Hana langar í víntárið,
þegar hún veit, að verið er að fara með það.
.
(92)