Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Blaðsíða 2
Forstöðumenn þjóðvinafélagsins
1946 og 1947.
Forseti: Bogi Ólafsson, yfirkcnnari.
Yaraforseti: BarSi Guðmundsson, þjóðskjalavörður.
Meðstjórnertdiir: Guðni Jónsson, marg. art., skólastjóri.
Halldór Kiljan Laxness, rithöfundur.
Þorkell Jóhannesson, dr. phil., prófessor.
Bækur þjóðvinafélagsins.
Ódýrustu bækurnar, sem nú fást.
Þjóðvinafélagið hefur enn til sölu nokkuð af bókum
l>eim, er það hefur geíið út, síðan það hóf starf sitt.
Á síðustu 4 árum hefur þó allmjög gengið á hin gömiu
upplög. Fara nú að verða síðustu forvöð að kaupa hina
miklu œvisögu Jóns Sigurðssonar, eftir dr. Pál Eggert
Ólason, 1.—V. bindi, verð kr. 35.00 öll bindin. Sama er
að segja um Bókasafn þjóðvinafélagsins I,—IX. bindi.
Verð kr. 25.00. Þó er enn liægt að fá talsvert af einstök-
um árgöngum af Almanaki þjóðvinafélagsins, Andvara og
Nýjum félagsritum við mjög vægu verði. Sjá nánara um
þetta í auglýsingu á kápu Almanaksins fyrir árið 1946.
Stephan G. Stephansson: Bréf og ritgerðir.
Árið 1938 hóf þjóðvinafélagið að gefa ut Bréf og ril-
gerðir eftir skáldið Stephan G. Stephansson. I. bindi
kom út á árunum 1938—40 og II. bindi 1942. Vegna
stríðsins varð dráttur á, að útgáfau héldi áfram. I fyrra
var áformað, að III. bindi kæmi á þessu ári og IV. og
síðasta bindið 1947. Af sérstökum ástæðum gat þetta
ekki orðið og kemur III. bindi ekki út fyrri en á árinu
1947. Væntanlega verður lokabindið prentað fljótlega
úr því hinu er lokið. Upplagið er litið, er I. bindi þegar
uppselt. II. bindi fæst þó enn hjá útg. Verð 12 kr.