Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Page 33
E. B. Chain. H. W. Florey.
unum ósaknæmt með öllu. Næsta áratuginn notaði
Fleming efni þetta aðallega til að greina sýklateg-
undir, er næmar voru fyrir þvi i gróðurskálum, frá
þeim, sem ónæmar voru. Fékkst við það smám
saman mikils verður fróðleikur, en ekki tókst hon-
um að vinna efnið úr ræktunarvökvanum eða fram-
ieiða svo mikið af því, að notað yrði til dýratil-
rauna svo neinu næmi. En 1939 komu nýir menn
til sögunnar, er tóku að fá'st við penisillínrannsóknir
i stórum stíl. Það voru þeir Ernst Boris Chain og
Howard W. Florey.
E. B. Chain er rússneskur í aðra ætt og frakknesk-
ur í hina. Fæddur var hann i Berlín og stundaði þar
og lauk háskólanámi, fluttist til Englands 1933 og
varð dósent í sjúkdómaefnafræði í Oxford. H. W.
Florey var fæddur í Ástralíu 1898, stundaði fyrst
læknisfræðinám við háskólann i Adelaide i Suður-
Ástralíu, fékk síðan styrk til að haldá námi áfram
í Englandi og sótti þar háskólana í Oxford og Cam-
bridge, og að loknu námi ferðaðist hann til Vestur-
heims 1925, og naut til þess styrks af Rockefellers
(31)