Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Page 35

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Page 35
þessu tók framleiðslan að aukast jafnt og þétt; var nú tekið að vinna penisiliín í verksmiðjum og jafn- framt var vökvanum, sem sveppurinn var ræktaður í, breytt ýmislega, eftir því sem reynslan sýndi að hentaði bezt til þess, að gróðurinn yrði sem þroska- mestur og afurðirnar að því skapi meiri. Upphaflega voru svepparnir ræktaðir í peptónsúpu, sem í voru leyst ýmis ólífræn sölt og ávaxtasykur. Seinna var bætt í súpuna vatni, sem maís hafði verið bleyttur i, og jók það gróðurinn — og penisillínið i vökvan- um — tífalt, og enn jókst hvotttveggja til muna, er farið var að bæta mjólkursykri i hana. Enn var reynt að rækta fleiri afbrigði penicillium-sveppa en penicillium notatum, og reyndist ein þeirra til muna duglegri að brugga penisillín og hefur verið notuð til þess jöfnum höndum. Af öllu þessu varð sá árang- ur, að þar sem Fleming náði upphaflega aðeins 1—2 Oxford-einingum úr millílítra1) fást nú 25 O.-e. úr jafnmiklu. Þá var og unnið að því að gera peni- sillínið sterkara, með því að rýma úr því annarleg- um efnum. Tókst það smám saman betur og betur, og hefur nú tekizt að vinna það alveg hreint; er það hvítt duft, og einn hluti af því i 60 milljón hlutum vökva nægir til að stöðva vöxt þeirra klasasýkla, sem næmastir eru fyrir áhrifum þess. Þegar byrjað var fyrst að framleiða penisillín i verksmiðjum, voru notaðar til þess verksmiðjur, er fyrir voru og upphaflega voru ætlaðar til annars. Engin von var til, að penisillínframleiðslan gæti komizt á svo góðan rekspöl í Englandi fyrstu árin, að við mætti hlíta; vegna þess, að þá kreppti ófrið- urinn svo mjög að Bretum, að flest annað varð að sitja á hakanum, var þess ekki kostur að reka þar svo margar og stórar verksmiðjur, sem æskilegt var. 1) Millilítri er einn þúsundasti hluti úr lítra. (33)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.