Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Page 35
þessu tók framleiðslan að aukast jafnt og þétt; var
nú tekið að vinna penisiliín í verksmiðjum og jafn-
framt var vökvanum, sem sveppurinn var ræktaður
í, breytt ýmislega, eftir því sem reynslan sýndi að
hentaði bezt til þess, að gróðurinn yrði sem þroska-
mestur og afurðirnar að því skapi meiri. Upphaflega
voru svepparnir ræktaðir í peptónsúpu, sem í voru
leyst ýmis ólífræn sölt og ávaxtasykur. Seinna var
bætt í súpuna vatni, sem maís hafði verið bleyttur i,
og jók það gróðurinn — og penisillínið i vökvan-
um — tífalt, og enn jókst hvotttveggja til muna, er
farið var að bæta mjólkursykri i hana. Enn var
reynt að rækta fleiri afbrigði penicillium-sveppa en
penicillium notatum, og reyndist ein þeirra til muna
duglegri að brugga penisillín og hefur verið notuð
til þess jöfnum höndum. Af öllu þessu varð sá árang-
ur, að þar sem Fleming náði upphaflega aðeins
1—2 Oxford-einingum úr millílítra1) fást nú 25 O.-e.
úr jafnmiklu. Þá var og unnið að því að gera peni-
sillínið sterkara, með því að rýma úr því annarleg-
um efnum. Tókst það smám saman betur og betur,
og hefur nú tekizt að vinna það alveg hreint; er það
hvítt duft, og einn hluti af því i 60 milljón hlutum
vökva nægir til að stöðva vöxt þeirra klasasýkla,
sem næmastir eru fyrir áhrifum þess.
Þegar byrjað var fyrst að framleiða penisillín i
verksmiðjum, voru notaðar til þess verksmiðjur, er
fyrir voru og upphaflega voru ætlaðar til annars.
Engin von var til, að penisillínframleiðslan gæti
komizt á svo góðan rekspöl í Englandi fyrstu árin,
að við mætti hlíta; vegna þess, að þá kreppti ófrið-
urinn svo mjög að Bretum, að flest annað varð að
sitja á hakanum, var þess ekki kostur að reka þar
svo margar og stórar verksmiðjur, sem æskilegt var.
1) Millilítri er einn þúsundasti hluti úr lítra.
(33)