Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Page 39
Jjví að oft liafa allír gormsýklar verið horfnir úr
byrjunarfleiðrinu eftir 6—14 klukkustundir. En að
vísu er þessi veiki svo viðsjál, að hún tekur sig oft
upp löngu eftir að öll einkenni um hana eru horfin,
svo að um fullnaðarárangur verður ekki dæmt, fyrr
en að mörgum árum liðnum. Hins vegar hefur þess
ekki orðið vart, að penisillín hafi nein lækninga-
áhrif á berklaveiki né huldusýkla (virus) sjúkdóma,
svo sem inflúenzu, kvef, bólusótt, mænusótt o. fl.,
ekki heldur á mýraköldu né pest, enda grandar
penisillín ekki sýklum þeim í gróðurskálum, er
þessum sóttum valda. Flestum hefur það og reynzt
gagnslaust við taugaveiki, blóðsótt og kóleru, enda
áhrif þess lítil eða engin á þá sýkla, er þeim valda.
Ætti aldrei að nota penisillín við þessum sóttum né
öðrum, sem ekki er vitað, að einhverjir þeir sýklar
valdi, er það fær grandað. En si og æ eru margir
vísindamenn önnum kafnir í leit að svepptegundum,
er framleiði efni, er þessum sýklum fái grandað, og
hafa nú allra síðustu árin fundizt tvö efni, er menn
gera sér vonir um, að gcti bætt penisillin upp að
þessu leyti. Er annað þeirra nefnt aspergillín;
stöðvar það vöxt berklasýklagróðurs í mjög mikilli
þynningu og hefur reynzt ósaknæmt tilraunadýrum.
Hitt er nefnt streptomysín,1) og drepur það eða
tálmar gróðri flestra sömu sýkla sem penisillín, og
auk þess berklasýkla, kólerusýkla, taugaveikisýkla
og blóðsóttarsýkla. Bæði þola hitun, en um hvorugt
er enn fengin svo mikil reynsla við sjúklinga, að á
verði byggt.
Við meðferð sára er penisillín notað sem duft,
ýmist tómt eða hrært saman við súlfanilamíd, stund-
um uppleyst og haft í baltstra, stundum i smyrslum,
einkum við brunasár. Ef bólga er komin í sárin eða
1) Um það má lesa í grein í tímaritinu Heilbrigt líf, 6. árg.
bls. 74—80: Molcl og mygla eftir dr. Gunnlaug Claessen.
(37)