Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Page 40
annars staðar af völdum sýkla, er þau eru menguð,
er því líka dælt í æSar eða vöðva, og yfirleitt er sú
aðferð höfð við flesta sjúkdóma, sem það er notað
við. En nolrkur óþægindi eru það, bæði fyrir
sjúkling og lækni, að þetta verður að gera a. m. k. á
3—4 tíma fresti dag og nótt, því að penisillinið hverf-
ur svo ört úr líkamanum, að eftir þann tíma er það
þar að þrotum komið. Florey líkti þessu við það,
ef ætti að fylla baðker með óloltuðu frárennslis-
opi. Hefur margt verið reynt til að tefja fyrir eyð-
ingu penisillins úr blóðinu, og' nýlega virðist það
hafa tekizt með þvi að leysa það upp i blöndu af
jarðhnetuoliu og býflugnavaxi. Ef þeirri upplausn
er dælt í vöðva, er talið, að það haldist svo lengi í
líkamanum, að ekki þurfi að dæla því nema einu
sinni eða tvisvar á sólarhring til þess að fá sömu
verkun og með dælingu á þriggja stunda fresti, en
auðvitað er þá hver skammtur hafður þeim mun
stærri. Gagnslaust er að taka penisillín inn, þvi að
magasýran eyðir því undir eins. Geta verður og
þess, að gagnslítið er að dæla því i æð eða vöðva
við sjúkdómum í heila eða mænu, því að svo sem
ekkert kemst úr blóðinu í beila- eða mænuvökva. Er
þvi þess vegna dælt beint i þessa vökva.
Enn má geta þess, að stöku sinnum er gripið til
þess, þegar penisillín hrífur ekki, sé það gefið á
venjulegan hátt, að láta penisillínuppleysingu renna
stöðugt inn í æð dag og nótt, unz um skiptir; hefur
stundum tekizt að bjarga á þann hátt lífi sjúklinga,
sem virtust að bana komnir.
Penisillín sameinar þá kosti lyfja við sýklasjúk-
dómum, er jafnan hefur verið sótzt eftir: að granda
sýklunum og vera ósaknæmt sjúklingunum. Er óhætt
að segja, að ekkert lyf hefur áður fundizt, er sam-
eini þessa kosti i svo ríkuin mæli. Þótt að vísu hafi
það komið fyrir síðustu mánuðina, að vart hafi
(38)