Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Page 45
inn eftir á átmat. Hún fékk penisillín i 12 sólar-
hringa, rúmlega 1 gramm alls, og var þá albata.
Sögur um svipaðar undralækningar eru til þúsund-
um saman.
Nú þegar er almennt litið þannig á, að fundur
penisillíns megi teljast meðal heillavænlegustu upp-
götvana, sem gerðar hafa verið á sviði læknisfræð-
innar. Brautryðjendum penisillínrannsóknanna hef-
ur því verið sýndur sá mesti heiður, sem valda-
menn á Bretlandi eiga ráð á, er þeir Fleming og
Florey voru teknir í tölu brezkra aðalsmanna1) og
í október 1945 voru þeim ásamt dr. Chain veitt
Nóbels verðlaunin fyrir afrek í lífeðlis- og læknis-
fræði.
Helztu heimildir:
Ritgerð eftir R. L. Weintraub i Annual Report of the Smith-
sonian Institution 1943.
Ritgerð eftir H. W. Florey og E. B. Chain í sömu bók 1944.
Ýmsar ritgerðir í bókinni Penicillin 1944, er The U. S. Office
of War Information gaf út.
Ritgerð eftir Ove Arbo Hoeg í Naturen, inarz—apríl og maí-
hefti 1946.
Sigurjón Jónsson læknir.
Árbók Islands 1945.
Árferði. Fyrstu mánuði ársins var oft kalt og
stundum talsverðar frosthörlcur. Vorið var kalt,
einkum á Vestfjörðum. Snjóaði þar mikið í maí-
mánuði. Sumarið var mjög votviðrasamt' sunnan-
lands, en tið var hins vegar ágæt á Austurlandi og
austanverðu Norðurlandi. Grasspretta var í meðal-
1) Að dr. Chain var ekki aðlaður líka, stafar sjálfsagt af
því, að hann var útlendingur í Brctaveldi.
(43)