Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Blaðsíða 48
framkvæmdum á Rafnseyri við Arnarfjörð í minn-
ingu Jóns Sigurðssonar: Ásgeir Ásgeirsson al-
þingism. (form.), Björn Guðmundsson hreppstjóri,
Núpi og Jóhann Skaptason sýslumaður, Patreksfirði.
23. apríl voru þeir Árni Tryggvason horgardómari,
Jón Ásbjörnsson hæstaréttarlögmaður og Jónatan
Hallvarðsson sakadómari skipaðir dómendur í
Hæstarétti. 25. april var dr. Jón Jóhannesson skip-
aður dósent í sögu við heimspekideild Háskólans.
30. apríl var skipuð milliþinganefnd til ráðgjafar og
aðstoðar í stjórnarskrármálinu, og áttu sæti i henni;
Frá Sjálfstæðisflokknum: frú Auður Auðuns, Jóhann
G. Möller skrifstofustjóri og Sigurður Eggerz fyrrv.
forsætisráðh. (form. nefndarinnar). Frá Framsókn-
arflokknum: frú Guðrún Björnsdóttir, Halldór
Kristjánsson bóndi og Hjáimar Vilhjálmsson bæjar-
fógeti. Frá Sósíalistaflokknum: Elísabet Eiríksdóttir
kennslukona, Sigurður Thorlacius skólastjóri og
Stefán Ögmundsson prentari. Frá Alþýðuflokknum:
Jónas Guðmundsson fyrrv. alþm., frú Svava Jóns-
dóttir og Þórður Eyjólfsson hæstaréttardómari.
7. maí var dr. Einar Ólafur Sveinsson skipaður pró-
fessor í islenzkri bókmenntasögu við heimspeki-
deild Háskólans. 9. mai var Pétur Thorsteinsson
cand. jur. skipaður aðstoðarmaður í utanríkisráðu-
neytinu, og var honum fyrst um sinn falið að starfa
við sendiráð íslands í Moskvu. 12. maí voru þessir
menn skipaðir í nefnd setuliðsskipta: Geir G. Zoéga
•vegamálastjóri (form.), Jón Guðmundsson skrif-
stofustjóri og Valgeir Björnsson hafnarstjóri. 14. mai
var Ólafur Lárusson prófessor kjörinn rektor Há-
skóla íslands til þriggja ára. 14. mai var sr. Halldór
Kolbeins skipaður sóknarprestur í Vestmannaeyj-
um. 14. maí var sr. Sigurður Haukdal skipaður sókn-
arprestur í Landeyjaþingum. 26. maí var Stefán Jóh.
Stefánsson hæstaréttarlögm. skipaður framkvæmda-
(46)