Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Síða 52
gekk í Rvík um sumarið og haustið. Um likt leyti
gengu kikhósti, mislingar og blóðkreppusótt. Skar-
latssótt stakk sér niður hér og hvar. Framkvæmd var
berklarannsókn á íbúum Reykjavíkur. Voru alls
43 196 manns rannsakaðir, og reyndust 25 þeirra
með smitandi berklaveiki, sem áður var ókunnugt
um.
Hernám. Styrjöldinni i Evrópu lauk i mai og Asiu-
styrjöldinni i ágúst. Var beggja þessara atburða
minnzt með hátíðahöldum i Rvik, einkum við lok
Evrópustyrjaldarinnar. Kom til talsverðra óspekta
við það tækifæri. Þrátt fyrir striðslokin var talsvert
herlið frá Randaríkjunum og nokkrir brezkir her-
menn eftir á íslandi i árslok.
Iðnaður. Miklar iðnaðarframkvæmdir voru á árinu.
Var mikið unnið að byggingum, einkum i Reykjavík.
Stofnuð voru ýmis n>' iðnfyrirtæki, svo sem skipa-
smiðastöðvar, verksmiðjur, viðgerðaverkstæði, frysti-
hús, prentsmiðjur o. fl. Bókagerð var mjög mikil
eins og að undanförnu.
íþróttir. „íþróttablaðið" kom út í 6 tvöföldum heft-
um og „Skinfaxi“ i 2 tvöföldum heftum. „Einingin“
kom út í 12 tölublöðum. Þá gaf Bókasjóður í. S. í.
út í nýjum útgáfum almennar reglur um handknatt-
leik og handknattleiksmót, knattspyrnulög, hnefa-
leikareglur, skíðahandbók, sundreglur og almennar
reglur um knattspyrnumót. íþróttakennaraskóli Ts-
lands útskrifaði 14 kennara. 1 skólanum i Haukadal
voru 24 nemendur. Skiðaskóiinn á ísafirði útskrif-
aði 8 skiðakennara, en á skólanum voru 11 nemend
ur. Haldið var námskeið fyrir dómara í frjálsum
íþróttum og knattspyrnu. Stöðug íþróttakennsla fór
fram i öllum félögum kaupstaðanna og í 6 kaup-
túnum. Skíðakennsla fór fram víðar en áður. Stofn-
að var til skíðadags í fyrsta skipti. Ágóði af sölu
skíðamerkja nam alls um 40 000 kr. Um vorið hófst
(50)