Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Page 71
ensku, þýzku og heimspeki, Halla Bergs í ensku,
frönsku og heimspeki. Theodoras Bielackinas í ís-
lenzku, frönsku og heimspeki. — 59 stúdentar luku
prófi í forspjallsvísindum við Háskólann. — Ekki
hefur enn reynzt unnt að afla nægilegra upplýsinga
um háskólapróf íslendinga erlendis á stríðsárun-
um. —
Hinn 22. marz varði Björn Jóhannesson frá Hofs-
stöðum í Skagafirði doktorsritgerð við Cornellhá-
skóla í Bandaríkjunum um áhrif jarðvegsdýptar á
vöxt plantna. Hinn 26. júní lauk Hermann Einars-
son frá Rvik doktorsprófi við Kaupmannahafnar-
háskóla. Fjallaði doktorsritgerð hans um líf krabba-
dýra i Norður-Atlantshafi.
61 stúdent útskrifaðist úr Menntaskólanum i
Reykjavík. Hæsta einkunn hlaut Magnús Magnússon
ágætiseink. 9.43. Úr Menntaskólanum á Akureyri út-
skrifuðust 45 stúdentar. Hlutu tveir þeirra ágætis-
einkunn, Sigurður Helgason 7.58 og Guðmundur
Björnsson 7.55 (eftir Örsteds einkunnastiga). Verzl-
unarskólinn í Reykjavík útskrifaði stúdenta i fyrsta
skipti. Voru þeir að þessu sinni sjö talsins. Hæsta
einkunn hlaut Árni J. Fannberg, I. eink. 7.31 (eftir
Örsteds einkunnastiga).
Samgöngur. Framan af árinu voru siglingar ein-
göngu til Ameriku og Bretlands, en eftir lok Ev-
rópustriðsins hófust á ný samgöngur við meginland
Evrópu, einkum Danmörku. Kom „Esja“ til Rvíkur
9. júlí með fjölda íslendinga frá Norðurlöndum.
Strandferðir voru með líkum liætti og áður. Keyptir
voru þrír varðbátar frá Bretlandi, en þeir þóttu ekki
gefast vel. Flugsamgöngur jukust mjög, bæði innan-
lands og til útlanda. Sænskt flugfélag hóf í ágúst
flugferðir milli Svíþjóðar og íslands, og islenzkar
flugvélar fóru nokkrar ferðir til Skotlands og Dan-
merkur.
(69)