Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Page 75
að byggingu nýrrar rafstöðvar þar. Á Laugarvatni
var fullgert nýtt leikfimishús og sundlaug endur-
bætt. Tilraunir með virkjun jarðgufu voru gerðar
í Reykjakoti í Ölfusi og i Krýsuvík. Hafnarfjarðar-
bær hóf undirbúning að stórfelldum ræktunarfram-
kvæmdum í Krýsuvíkurlandi.
Á ýmsum öðrum stöðum var unnið að byggingu
verksmiðja, skólahúsa, læknabústaða, sjúkrahúsa,
prestssetra, kirkna, íþróttahúsa og sundlauga. Verka-
mannabústaðir voru byggðir i Reykjavík, Hafnar-
firði, Iíeflavik, Neskaupstað og Húsavik.
Unnið var að hafnargerð og endurbótum á hafnar-
mannvirkjum á Akranesi, Borgarnesi, Ólafsvík,
Grafarnesi í Grundarfirði, Króksfjarðarnesi, Örlygs-
höfn og Hvalskeri við sunnanverðan Patreksfjörð,
Þingeyri og Alviðru í Dýrafirði, Flateyri, Látrum
i Aðalvík, Kaldrananesi á Ströndum, Skagaströnd,
Sauðárkróki, Ólafsfirði, Dalvík, Húsavík, Borgarfirði
eystra, Neskaupstað, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík,
Djúpavogi, Vestmannaeyjum, Eyrarbakka, Grinda-
vík, Keflavik, Ytri-Njarðvík, Vogum og Hafnarfirði.
Reistir voru vitar á Skarði á Vatnsnesi, Snartar-
staðatanga við Kópasker, Hraunhafnartanga á Mel-
rakkasléttu, við Borgarfjörð eystra norðanverðan og
á Ketilsflös vestur af Papey (Hrómundareyjarviti
var lagður niður og ljóstækin úr honum sett í nýja
vitann). Byggt var hús fyrir radióvita á Vestra-
Horni og innsiglingarvitinn í Sandgerði hækkaður
um' helming. — Mikið var unnið að vegagerð, og
voru víða notaðar stórvirkar vélar. Nokkru auðveld-
ara reyndist að fá menn til vegavínnu en að und-
anförnu. Unnið var i Hafnarfjallsvegi, í Flókadal, á
Kerlingarskarði, í Staðarsveit og í Breiðuvík (á Snæ-
fellsnesi). 1 Breiðuvík var lagður vegur upp frá
höfninni í Arnarstapa og auk þess unnið að veginum
milli Arnarstapa og Hamraenda. Á Vestfjörðum var
(73)
5