Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Blaðsíða 76
unnið í Kleifaheiðarvegi, á Rafnseyrarheiði (milli
Arnarfjarðar og Dýrafjarðar) og i Önundarfirði.
Unnið var að vegi frá Suðureyri ut í Staðardal í
Súgandafirði og að veginum milli ísafjarðar og
Súðavíkur. Þá var og unnið að veginum á Þorska-
fjarðarheiði, og er hann nú langt kominn. í Stranda-
sýslu var unnið að Bitruvegi. I Húnavatnssýslu var
allvíða unnið að vegagerð, einkum á Skagaströnd.
Unnið var á Vatnsskarði, í Út-Blönduhlið og á Öxna-
dalsheiði. Þá var og unnið á Siglufjarðarskarði og
að Lágheiðarvegi milli Stíflu og Ólafsfjarðar. Unn-
ið var að Svalbarðsstrandarvegi og Kinnarvegi í
Suður-Þingeyjarsýslu. Á Mývatnsöræfum var unnið
að vegi úr Mývatnssveit að hinu fyrirhugaða brúar-
stæði á Jökulsá hjá Grímsstöðum á Fjöllum. Unnið
var að veginum milli Þórshafnar og Gunnólfsvikur
(Brekknaheiðarvegi). Á Austurlandi var unnið á
Úthéraði, Fjarðarheiði, Oddsskarði og að Fáskrúðs-
fjarðarvegi. Sunnanlands var unnið í Gnúpverja-
hreppi, að Hellisheiðarvegi og Krisuvíkurvegi. All-
mikið var og unnið að viðhaldi vega. Mikið kvað
að brúasmíð á árinu. Mesta mannvirkið á þvi sviði
var hin nýja Ölfusárbrú. Hún var opnuð fyrir um-
ferð 21. desember. Gerðar voru brýr á Hafnará,
Seleyrargil og Geirsá i Borgarfirði, Bláfeldará,
Kálfá, Hraunhafnará, Sleggjubeinu o. fl. ár á Snæ-
fellsnesi, Laxá og Norðurárdalsá í Reykhólasveit, Ósá
i Patreksfirði, Haukadalsá i Dýrafirði, Fossá á Skaga-
strönd, Laxá hjá Arnarvatni i Mývatnssveit, Svai-
barðsá og Garðsá i Þistilfirði, Selfljót á Úthéraði,
Fjarðará í Borgarfirði eystra, Kvíá í Öræfum, Stjórn
á Síðu og Litlu-Laxá nálægt Hruna. Margar brýr
voru endurbættar. í Rangárvallasýslu var byggður
tveggja kílómetra langur varnargarður fyrir Affallið,
sem veitir meginvatni þess austur fyrir Dímon og
undir Markarfljótsbrú.
(74)