Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Síða 77
Talsvert var um framkvæmdir í símamálum.
Sjálfvirka símstöðin í Rvík var stækkuð um 500
númer og undirbúningur hafinn að frekari stækkun.
Símalína var lögð frá Grímsstöðum á Fjöllum að
Skjöldólfsstöðum í Jökuldal. Lagðir voru notenda-
símar á marga sveitabæi.
Verzlun. Fyrri hluta ársins voru viðskipti langmest
við Bretland og Bandaríkin eins og verið hafði á
undanförnum árum, en síðari hluta ársins hófst
verzlun i allstórum stil við ýmis riki á meginlandi
Evrópu. Enn var þó innflutningur langmestur frá
Bandaríkjunum, en útflutningur til Bretlands.
Andvirði innfluttra vara frá Bandríkjunum nam
182.1 millj. kr. (árið áður 165 mill kr.), frá Bret-
landi 70 millj. kr. (árið áður 51.1 millj. kr.), frá
Kanada 33.3 millj. kr. (árið áður 27.6 millj. kr), frá
Svíþjóð 17.2 millj. kr. (árið áður nær enginn inn-
flutn.), frá Sviss 11 millj. kr. (árið áður 2.1 millj.
kr.), frá Danmörku 2.2 millj. kr. (árið áður eng-
inn), frá Brasilíu 1.6 millj. kr. (árið áður 1.2
millj. kr.). Nokkur innflutningur var og frá Portú-
gal, Spáni, Norcgi, Hollandi, írlandi, Færeyjum og
Indlandi.
Andvirði útfluttra vara til Bretlands nam 187.2
millj. kr. (árið áður 227.6 millj. kr.), til Bandaríkj-
anna 25.4 millj. kr. (árið áður 23.7 millj. kr.), til
Danmerkur 19.7 millj. kr. (árið áður enginn útfl.),
til Frakklands 14.8 millj. kr. (árið áður enginn), til
Svíþjóðar 14.7 millj. kr. (árið áður 0.2 millj. kr.), ti!
Noregs 2.6 millj. kr. (árið áður enginn), til Belgíu
1.3 millj. kr. (árið áður enginn). Nokkur útflutning-
ur var og til Færeyja, íriands og Hollands.
Verzlunarjöfnuður var óhagstæður. Verðmæti út-
fluttra vara nam 267.3 millj. kr. (árið áður 254.3
millj. kr.), en verðmæti innfluttra vara 319.8 millj.
kr. (árið áður 247.5 millj. kr.). Innieignir íslendinga
(75)