Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Side 78
erlendis minnkuðu nokkuS. Voru þær um 467 millj.
kr. í árslok (um 563 millj. kr. í árslok 1944).
Verðmæti ísfisks nam tæplega 39% af verðmæti
heildarútflutningsins (árið áður um 47%). Verðmæti
freðfisks nam næstum 24% af heildarútflutninguin
(árið áður tæp 19%). Mikilvægi lýsis sem útflutn-
ingsvöru jókst nokkuð. Aðrar mikilvægar útflutn-
ingsvörur voru saltsíld, síldarolía, gærur, söltuð
hrogn, síldarmjöl, harðfiskur, freðsíld, freðkjöt,
fiskmjöl og minkaskinn. Af innfluttum vörum kvað
mest að álnavöru, trjávörum, málmum, vélum, flutn-
ingatækjum, kornvöru, kolum, oliu, sementi, skó-
fatnaði, pappírsvörum og ávöxtum.
Gengi íslenzkrar krónu gagnvart sterlingspundi
og Bandaríkjadollar hélzt óbreytt. Vísitala fram-
færslukostnaðar var i ársbyrjun 273 stig, en i árslok
285 stig.
í lögunum um viðskiptaráð var kveðið svo á, að
það skyldi lagt niður 6 mánuðum eftir styrjaldarlok.
Hætti það störfum í nóvemberlok, en hinn 1. des.
tók nýtt viðskiptaráð til starfa. Starfssvið hins nýja
viðskiptaráðs var nokkru takmarkaðra en hins fyrra.
[Ýmsar af tölunum um búnað, útveg og verzlun
eru bráðabirgðatölur, er kunna að breytast lítið eitt,
þegar endanlegar skýrslur eru fyrir hendi.]
Vinnumarkaður. Mjög lítið kvað nú að setuliðs-
vinnu, en eftirspurn á vinnuafli var mikil eins og
árin á undan. Enn var mikill skortur á kaupafólki
i sveitum. Mun vikukaup kaupamanna víðast hafa
verið 350—400 kr., en kaupakvenna 150—200 kr.
Allmargt Færeyinga vann að landbúnaði og fleiri
störfum, og síðari hluta ársins fluttist talsvert af
dönsku verkafólki til landsins.
Ekki var mikið um verkföll á árinu. í upphafi
vetrarvertíðar urðu nokkrar vinnustöðvanir í Vest-
mannaeyjum og Keflavík. Um haustið varð verkfalt
(76)