Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Blaðsíða 79
á skipum Eimskipafélags íslands og Skipaútgerðar
ríkisins. Hófst þaS í októberbyrjun, og lauk ekki fyrr
en seint í nóvember.
Greinin um íþróttir er rituð af Þorsteini Einars-
syni íþróttafulltrúa.
Ólafur Hansson.
Vegamál Islands.
Margir munu kannast við hina frægu sögu
ameríska skáldsins Washington Irwings af Rip van
Winkel, sem sofnaSi úr samtíð sinni inn i fortíðina
og sá þar margt nýstárlegt, en vaknaði síSan eftir 20
ár sem nátttröll inn í nútíðina, því hann vissi þá
ekki annað, en að hann hefði aðeins sofið eina nótt.
Nú á dögum vill það brenna við, að mönnum
þyki ríkisvaldið -— þjóðfélagið — vera full-íhlut-
unarsamt um hvern einstakan borgara, hátterni hans
og hagi, og að þeim finnist þeir alls staðar mæta
bönnum og skerðingu athafnafrelsisins, og ekki sízt að
ríkið geri borgarana að fjárhagslegum mjólkurkúm,
svo að langt keyri úr hófi. Hins gæta menn að jafn-
aði þá ekki, að þjóöfélagið veitir borgurunum forsjá
og vernd í hvivetna, og menn taka eiginlega ekki
eftir þessu, fyrr en þeim þykir skorta á það, því þá
stendur ekki á kvörtunum. Mönnum sézt beinlínis
yfir þau þægindi, sem þjóðfélagið veitir, vegna
þe?s/að þeim finnst þau vera nokkurs konar náttúru-
fywrbrigði, sem gerist eftir órjúfandi lögmálum, án
þess að ríkisvaldið komi þar við sögu. Það er þó
óraskanlegur sannleikur, að á vorum dögum rekst
hver einstaklingur, bæði þægilega og óþægilega, á
ríkisvaldið og þjóðfélagið i hverju spori.
Hugsum okkur nú, að einhver hinna góðu sam-
(77)