Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Side 81
treglátara þá en nú til þess atS vinna öðrum í hag en
sjálfu sér. Þetta breyttist að vísu nokkuð við kristni-
tökuna, því kirkjan var þá þegar gömul stofnun og
iangþjálfuð til félagsstarfs. Þá komu til fátækramál,
sem kirkjan stjórnaði, en almenningur lagði til fjár-
munina. En flest annað, sem rikið nú á dögum
sinnir, var þá látið liggja hjá garði, eða, að fortölum
kirkjunnar, falið manniiðarvilja einstaklinganna. í
tölu þeirra mála voru og samgöngumál, en þó að mjög
litlu og takmörkuðu leyti. Eftir að landið gekk undir
konung, fór ríkisvaldið nokkuð að skipta sér af sam-
göngumálunum, en þó harla óverulega. Það var
fyrst, er upplýsingarstefnan ruddi sér til rúms á 13.
öldinni, að nokkuð fór að koma skriður á þróun
þeirra og ýmissa annarra þjóðfélagsmála; hefur
hann haldizt síðan alveg fram á þennan dag, og
alltaf er nú áhugi þjóðfélagsins fyrir hag heildar
og einstaklingsins að aukast.
Samgöngumálin eru nú á dögum svo að segja ein-
göngu i höndum ríkisvaldsins eða stofnana, sem eru
því að einhverju leyti áhangandi. í þröngri merk-
ingu snerta þau allt það, sem lýtur beint eða óbeint
að flutningum um landið og til þess, það er að segja
vegi, brýr, vörður, sæluhús, vita, millilandasiglingar,
strandferðir, innanlandsflulninga og loftferðir. í víð-
ari skilningi ná þau einnig til hafnarmála, póstmála,
símamála, loftskeyta og jafnvel veðurathugana, en
hér mun þó eingöngu reynt að setja fram yfirlit yfir
samgöngumál í þrengstu merkingu, — yfir vega-
málin, sem svo eru nefnd, og skipulagða flutninga
um vegakerfið.
Vegir, vörður, sæluhús.
Það er einkennandi fyrir afskiptaleysi hins forna
íslenzka lýðveldis af samgöngumálum, að Grágás, hin
elzta lögbók vor, hefur engin ákvæði um vegamál i
(79)