Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Side 84
Jón Sigurðsson. Sira Þórarinn Bððvarsson.
vissu leyti samgöngumál. Voru þau afskipti fólgin i
því, að kirkjan taldi það mönnum til sálubótar að
styðja að minnsta kosti sumar samgöngubætur. Ekki
sér það þó beinlínis að vegagerð hafi verið í tölu
þeirra samgöngubóta, en afstaða kirkjunnar til ann-
arra samkynja málefna virðist benda til þess, að
vegamál hafi þar heldur ekki orðið út undan með
öllu. Varlegra var þó í þá daga, eins og siðar, að
treysta ekki um of á það, hvað menn vildu leggja í
sölurnar fyrir sálphjálp sina. Verður að telja, að
ákvæði réttarbótar Eiriks konungs prestahatara,
sem hann gerði 1294 að beiðni landsmanna, að þvi
er kallað var, sanni, að sáluhjálparóskirnar hafi
ekki að ráði nægt til vegagerða, svo að nauðsyn hafi
verið að koma skipulagi á framkvæmd þeirra. í rétt-
arbótinni segir: „Skylt er bóndum að gera vegi færa
um þver héruð og endilöng, þar sem mestur er al-
mannavegur, eftir ráði sýslumanna og lögmanna;
sekur eyri, hver er eigi vill gera og leggist til vega-
bóta.“. Hér er ekki um að villast, að ákvæðið er sett
(iingöngu með háttu Islands fyrir augum, og að
(82)