Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Blaðsíða 88
teknar vegarspíldur aS fyrirlagi sýslumanna og
undir umsjón tilnefndra manna, að viðlögðum sekt-
um, er renna skyldu til vegabóta. Við þetta sat i 85
ár, og er ekki sjáanlegt, að af þessu hafi orðið neinn
nefnandi árangur, sem vafalaust stafar af því, að
framkvæmdunum var velt yfir á herðar einstakling-
anna, en þeir eru yfirhöfuð, ekki sízt hér á landi,
lítt viljugir til að taka mikið á sig.
Á þessu tímabili virðist stjórnin þó ekki hafa verið
fullkomlega sofandi um þessi efni, því 1802 lagði
hún fyrir liðsforingjana Ohlsen og Aanum, sem þá
voru að mæla upp strendur landsins, að þeir skyldu
rannsaka vegi á íslandi, gera af þeim uppdrætti og
láta í té skýrslu um þá.
Það er margt sem til þess bendir, að árangurinn
af tilskipuninni 1776 hafi orðið harla litill. Er þar
meðal annars að telja bréf Rentukammersins til
stiftamtmanns frá 1806, þar sem kvartað er undan
lélegri framkvæmd hennar og hann beðinn um nýjar
tillögur i málinu. Hvort umburðarbréf stiftamt-
manns til sýslumanna á Suðurlandi frá 1813, þar
sem hann brýnir fyrir þeim að sjá til, að tilskipun-
inni verði framfylgt, hafi verið afleiðing af Rentu-
kammerbréfinu, skal látið ósagt, en sé svo, þá hefur
orðið langt milli þrumu og eldingar. Samtímis bar
stiftamtmaður þó það i Rentukammerið, að danskur
sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu teldi sælu-
hús gagnslaus með öllu, en það varð til þess, að
stjórnin skipaði, að ekki skyldi byggja fleiri sælu-
hús, heldur aðeins halda við þeim, sem fyrir væru.
Skilmerkilegasta yfirlýsingin um fánýti tilskipunar
innar frá 1776 er óefað stofnun Fjallvegafélagsins.
Það var stofnað 1831 á afmælisdegi Friðriks kon-
ungs VI. Var Bjarni Thórarensen, sem þá var yfir-
dómari, aðalfrumkvöðull þess, en með honum voru
helztir Þorgrímur gullsmiður Tómasson á Bessa-
(86)