Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Blaðsíða 95
um króna. Á árabilinu frá 1876—1916, eða 40 fyrstu
árin, nam upphæðin 3.496.918.11 kr. eða nærri 3Vz
milljón króna, en 1917—1945, eða 29 síðustu árin,
nam upphæðin 96.168.563.72 kr., en það svarar því,
að fyrra tímabilið hafa að meðaltali um 268 þúsund
kr. farið til vegagerða árlega, en síðara timabilið lið-
ugar 3.3 milijónir. Allt tímabilið hefur að meðaltali
verið eytt 1.4 milljónum kr. árlega til vega og brúa.
Auðvitað skiptist þetta misjafnlega niður á árin, en
fór í heild sinni jafnt hækkandi. Fyrsta árið, 1876—-
77, voru útgjöldin til vegamál 15.051.16 kr. en árið
1945 voru sömu útgjöld 24.050.807.26 kr. Nú þarf
auðvitað ekki að taka það fram, að þessar tölur, þó
réttar séu, svíkja að því leyti, að það hefur fengizt
miklu meira fyrir 15.000 kr. 1876—77, en nú mundi
fást fyrir sömu krónutölu. Til nokkurs samanburðar
má þó hafa útgjöld hins opinbera til vegamála 1939
og 1945. Fyrra árið voru útgjöldin 2.247.625.84 kr.,
en síðara árið röskar 24 milljónir. Nú mun það sanni
nær, að allt hafi verið 5 sinnum dýrara 1945 en var
1939, og hefðu því útgjöldin það ár til sama verks,
sem unnið var 1945 fyrir 24 milljónir, orðið um 4.8
milljónir, en verk það, sem unnið var 1939 fyrir
um 2.2 milljónir mundi 1945 hafa kostað um 11
milljónir. Hefur eftir þeim bókum verið ríflega
helmingi meira um vegagerð 1945 en var 1939. Þó
að tölurnar séu í heild sinni jafnt hækkandi ár frá
ári, kemur það samt fyrir ár og ár, að útgjöldin
lækka, og stafar það þá venjulega af því, að hagur
hins opinbera hefur verið lakari sum ár en önnur,
eins og gerist og gengur. Meðan fjárhagstimabil
iandsins var tvö ár, en ekki eitt eins og nú, vildi
það þó allajafna verða svo, að útgjöldin urðu hærri
fyrra árið en hið síðara, vegna þess, að þeir, sem
góðs áttu að njóta af vegagerðum, voru mjög bráð-
látir, en allt varð þó jafnt, þegar i lófan var komið
(93)