Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Qupperneq 99
samgöngubótum og skýli Ferðafélags íslands naum-
ast heldur, þvi þau þjóna skemmtun manna en
siður þörf.
Brýr, ferjur og kláfar.
Grágós nefnir nokkrum sinnum brýr, og að því
er virðist stundum brýr á allstórum ám, því hún
talar um smiði, er smíða „brúar um ár þær eða
vötn, er netnæmir fiskar ganga i“, en ekki verður
séð á kostnað hverra eða að tilhlutun hverra þær
hafi verið smíðaðar. Ef trúa má sögunum, sem að vísu
engan veginn er vSt að óhætt sé, hafa verið hér i
heiðni brýr, sem jfffnvel nú á dögum mundu taldar
stórbrýr. T. d. nefnir Þorsteins þáttur hvíta, sem
gerist á fyrri parti 10. aldar, brú á Jökulsá á Brú, og
verður vikið að henni síðar. Víst er aftur á móti,
að eftir að landsmenn tóku kristni, taldi kirkjan það
eitt meðal sálubótarverka að láta byggja brýr. Sézt
það á mörgu og meðal annars því, að Grágás segir:
„Það fé þarf eigi til tíundar að telja, er áður er til
Guðs þakka lagt, hvorts þat er til kirkna lagit eða til
brúa.“ Sannanlegt er og, að kirkjur hafi haft umsjá
með byggingu og viðhaldi brúa, þvi i máldaga Stað-
arhraunskirkju frá um 1185 stendur: „Þaðan skal
halda brú á Hítará og Grjótá“, og i máldaga Saur-
bæjarkirkju á Kjalarnesi frá um 1220 segir: „Brú
skal halda á Blikdalsá, þar milli fjalls og fjöru, er
sá vill, er í Saurbæ býr“. Er hér ekki um að villast,
að fé hefur verið lagt í Guðs þakka skyni til þess-
ara kirkna, til þess að þær héldu uppi þessum brúm.
Er og alloft getið um brýr á þessum fyrri öld-
um íslenzkrar sögu, t. d. brú á Álftá og brú á öðru
eins stórvatnsfalli eins og Hvitá í Borgarfirði.
Þá er að víkja að Jökulsárbrúnni, er óður gat.
Það fara að vísu sögur af því, að náttúrlegur stein-
bogi hafi verið á ánni til forna, sem hafi brotnað
(97)