Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Page 100
niður á 17. öld, og hafi þá verið byggð trébrúin, sein
var allt fram til þess dags. Þessu trúa margir, en
Kaalund, er hefur ritað mikla bók um sögustaði
landsins, sem enn er i fullu gildi, vill ekki fallast á
það, og heldur að brú sú á ánni, sem getur um til
forna, hafi verið brú gerð af manna höndum, og á
þá skoðun virðist verða að fallast. Ókunnugt er,
hvernig fyrst hefur verið til þeirrar brúargerðar
stofnað og með tillagi hverra henni hefur verið
haldið við. Þegar það mál kemur fyrst við sögu,
virðist svo sem brúnni muni áður hafa verið haldið
við af einhverjum Guðs þakka fjám. Á Alþingi 1672
spyrst Þorsteinn sýslumaður Þorsteinsson fyrir um
það í Lögréttu, hvar hann skuli taka kostnað sinn
fyrir byggingu brúar á Jökulsá. Hefur brúin þá ver-
ið úr sér gengin, en engin ákvæði virðast hafa verið
um það, hver ætti að halda henni við. Svar Lögréttu
var, að kostnaðinum skyldi jafna niður á sýslubúa
í Múlasýslum. Má fylgja brúnni- nokkuð síðan og al-
veg fram á þennan dag. Brúin, sem byggð var um
1672, stóð eklti lengi, því hún var endurbyggð 1693
á kostnað sýslubúa. Var hún þá gerð úr 3 pomin-
erskum bjálkum (masturtrjám) 30—31 ísl. álnar á
lengd, og var rótarendinn 2% ísl. alin á þykkt en
hinn 2 álnir íslenzkar, en yfir og undir voru fjalir.
Eftir 1693 fór þrívegis fram aðalviðgerð á brúnni,
en samt var hún aftur 1745 orðin aðalviðgerðar-
þurfi. Ekki fékk hún hana þó, og var því 1760 tekið
þingsvitni um nauðsyn hennar og gagnsemi, en kom
fyrir ekki, þvi að Hans Wíum sýslumaður taldi
sýslubúum ókleift að standa undir viðgerðarkostn-
aðinum. Hafðist þó það upp úr, að Rentukammerið
lagði fyrir Pétur sýslumann Þorsteinsson 1761 að
setja ferju á ána þar sem brúin var, svo sem í hennar
stað. Um brúna hirti nú enginn og hrörnaði hún æ
meir og meir. Var það nú enn kært fyrir Thodal
(98)