Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Page 104
Síra ísleifur Gislason.
Tryggvi Gunnarsson.
voru þau að því leyti sniðin eftir vegalögunum, að
þar voru tilgreindar þær brýr, er byggja skyldi. Var
landsstjórninni heimilað aS láta gera 31 nýja brú
lengri en 10 metra og 20 trébrýr minni á þjóSveg-
unum. Þá var heimilaS að byggja 5 nýjar brýr og
endurbyggja 3 brýr á flutningabrautum, sem rikis-
sjóSur hafSi viShaldsskyldu á, enn fremur aS endur-
byggja 9 trébrýr á flutningabrautum, sem sýslusjóSir
höfðu viðhaldsskyldu á. Byggingu og endurbyggingu
allra þessara brúa, 70 talsins, skyldi ríkissjóður
greiða. Auk þess var heimilað að verja allt að 50 000
kr. til byggingar og endurbyggingar á trébrúm á
öðrum vegum en þjóðvegum og flutningabrautum.
Þá skyldi rikissjóður greiða kostnað við allar brýr
á fjallvegum, % kostnaðar á sýsluvegum og helming
kostnaðar á öðrum vegum.
Þetta fyrirkomulag blés lifi í brúagerð hér á landi
og 1943 voru brýr á landinu lengri en 10 metrar,
sem ríkissjóður hafði kostað, orðnar 434 talsins, en
þær eru nú eitthvað fleiri og meðal þeirra hin nýja,
mikla brú á Ölfusá. Lengd þessara brúa samdnlögð