Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Blaðsíða 107
Sigurður Thoroddsen. Jón Þorláksson.
Eftir að Alþingi félik fjárforráð, hefur mönnum all-
fljótlega orðið þetta ljóst, þvi 1884 var að opinberri
tilhlutun fenginn hingað norskur verkfræðingur,
Hovdenak að nafni, er síðar varð ráðherra í Noregi,
og átti hann að athuga vegi og vegastæði og leið-
beina mönnum um vegagerð. Kom hann hingað það
ár og nokkur ár eftir það, en síðan ekki söguna meir.
Árið 1891 lauk Sigurður Thoroddsen, sem enn er
á lífi, fyrstur íslendinga verkfræðiprófi. Var hann
1893 skipaður landsverkfræðingur, og var honum
ætlað að vinna öll verkfræðistörf, er landið þurfti
á að halda. Lét Sigurður af starfi 1905, en við tók
Jón Þorláksson, síðar forsætisráðherra (d. 1935).
Jafnhliða honum var danskur verkfræðingur,
Thorvald Krabbe, skipaður landsverkfræðingur
1906. Árið 1910 voru vitamál landsins tekin undan
landsverkfræðingunum, og settur yfir þau sérstakur
vitamálastjóri, Thorvald Krabbe landsverkfræðing-
ur. Jón Þorláksson var landsverkfræðingur til 1917,
en eftirmaður hans var kallaður vegamálastjóri, og
undir hann lágu og liggja bein vegamál, brúagerðir,
(105) 7