Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Page 108
Thorvald Krabbe. Geir G. Zoega.
vörður, sæluhús og ferjur. Var í það embætti skip-
'aður Geir G. Zoega verkfræðingur, og gegnir hann
þeirri stöðu enn, en hann hafði áður verið aðstoðar-
maður landsverkfræðings frá 1911. 1893, er Sigurður
Thoroddsen hóf starf sitt, vann hann einn öll verk-
in, en nú er vegamálaskrifstofan orðin allmikið
bákn með fjölda aðstoðarmanna, verlcfræðinga og
annarra, og hefur þó minna verksvið en á dögum
hans.
Póstvagnar og sérleyfisferðir.
Rétt eftir aldamótin 1900 tók póststjórn íslands
upp þann sið að senda póst með vögnum um helztu
vegi, er því varð við komið á. Voru til þess not-
aðir amerískir sveitavagnar með járnhjólum. Til
þess að hafa upp i kostnaðinn við þetta og nota rúm
vagnanna að fullu, fór póststjórnin að taka farþega
á vagnana, eða vera má, að það hafi verið póstarnir,
sem það hafa gert. Víst er um það, að um allmargra
ára skeið var haldið uppi reglulegum mannflutn-
ingum um ýmsa vegi með þessum farartækjum.
Hvenær því hefur verið hætt er ekki fulljóst. Póst-
(106)