Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Qupperneq 118
er eftir lifa, hvernig stjórna eigi heiminum. En ekki
líður á löngu, unz forsprakkar lýðræðisins taka að
reynast svipaðir því sem auðjöfrar og harðstjórar
höfðu reynzt á undan þeim. Þeir beita höfðatölunni
til að ná meira hluta við hverjar kosningar, og síð-
an láta þeir eins og þá lystir, því að allt, sem þeir
aðhafast, styðst við „löglegan meira hluta“. Þess
vegna er það fyllilega lögum samkvæmt, er þeir
skipta á milli sín öllum embættum og friða lýðinn
með því að hækka í sifellu atvinnuleysisstyrki og
uppbætur.
Til þess að missa ekki tök sín á fjöldanum neyðast
þeir að vísu til að afreka ýmislegt, sem einvaldar
þurfa ekki að gera sér títt um. Þeir verða að viðra
sig upp við skrílinn, og allt jafnast niður á við.
Öllum siðum hnignar, því að enginn er öðrum til
fyrirmyndar. Brátt kemur í Ijós, að eins og hið
tryllta kapphlaup um auðinn hlaut að kollvarpa ein-
ræðinu, hlýtur hið taumlausa frelsi að kollvarpa
lýðræðinu. Og nú er kömið að öðru hnignunar- og
upplausnartímabili, því að i sliku riki grefur stjórn-
leysið um sig, unz það heldur innreið sína inn á
hvert heimili (^g fer jafnvel að gæta á meðal dýr-
anna. Feður láta í ininna pokann fyrir sonum sín-
um, og synir bjóða feðrum sínum byrginn, með því
að þeir hafa nú af þeim engan ótta. Kennarar hræð-
ast nemendur sína, og fyrir það fyrirlíta nemendur
kennara sína. Upp frá þeirri stundu eru ungir og
fullorðnir jafningjar, unglingar þess albúnir að
keppa við roskna menn og ráðna í orði og athöfn-
um, en öldungarnir reyna af veikum burðum að
halda sér til jafns við unglingana. Að lokum ber að
þeim brunni, að hross og asnar taka að reigja sig
eins og frjálsbornar manneskjur, og allt er komið
að þvi að springa af frjálsræði
Og hver er svo afleiðingin?
(116)