Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Page 119
Að þessi ólga hins svo kallaða frelsis veldur aftur-
kasti í gagnstæða átt, því að óhóflegt frelsi þjóða
og einstaklinga virðist óhjákvæmilega leiða til
þrældóms, og hið illkynjaðasta einræði sprettur
jafnan upp af hinu taumlausasta frjálsræði. Þegar
allt er orðið leyfilegt í nafni frelsisins, er einræðið
á næstu grösum. Hinir betur stæðu gerast hræddir
um, að þeir verði sviptir sínum siðasta eyri, og
taka að hugsa upp ráð til að koma andstæðingum
sínum á kné. Og þá er tækifæri fyrir framtakssaman
leiðtoga að hrifsa til sín völdin. Það gerir hann með
því að lofa fátæklingunum gulli og grænum skóg-
um. Hann safnar um sig her, drepur fyrst andstæð-
inga sína og þar næst þá vini sina, er hann hyggur
sér hættulega. Að þeirri hreinsun lokinni hreiðrar
hann um sig sem alls ráðandi einvaldur.
Og þegar svo er komið, er ofaukið þeim heimspek-
ingi, sem boðar hófsemi og gagnkvæma tilhliðrunar-
semi og skilning. Vesalings heimspekingurinn er
eins og maður, sem ratað hefur á meðal óarga dýra.
Sé hann vittir, dregur hann sig í hlé á meðan enn er
til þess tækifæri og tyllir sér i skjóli undir vegg, á
meðan stormurinn riður yfir.
Plató, í riti sínu Ríkinu, 370 árum fyrir Krists burð.
Ættu konur að stjórna heiminum?
[Dr. phil. Lin Yutang er Kínverji, f. 1885. Hann er
fjölmenntaður á vestræna sem austræna vísu og hefur
því óvenju víðan sjónhring. Síðustu tiu árin hefur hann
skrifað margar bækur, aðallega um Kínverja og kín-
verska menningu. Þessi grein, sem hér birtist, er úr rit-
gerðasafninu With Love and Irony (1941), og sýnir að
lærðir menn geta stundum leyft sér þá „Iéttúð“ að vera
skemmtilegir.]
Einhver kona hefur sett fram þá „fallegu hugsun“
að stjórnin á heiminum hafi farið í handaskolum
(117)