Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Side 121
og við karlmennirnir brjótumst í því einu að koma
af stað styrjöldum, þar sem blóminn af þeim lætur
lifitS. ÞaS er blátt áfram hryllilegt. En það er ekkert
við því aS gera. Við karlmennirnir erum fæddir
með þessum ósköpum. Við verðum að berjast, þar
sem konunum nægir að klóra hvora aðra svolítið til
blóðs. Og ef blóðeitrun hleypur ekki í klórið, þá er
það engum til miska. Konum nægir kökukefli. En
við karlmennirnir verðum að berjast með hriðskota-
byssum. Setjum sem svo, að við gætum verið ögn
rólegir og færum að stunda heimilislif og kvöldboð,
haldið þið þá, að við mundum berjast framar? Við
gætum sagt í heimi, þar sem kvenfólk væri við
stjórn: „Jæja, stúlkur mínar, þið stjórnið heiminum,
og ef ykkur langar í strið, þá verðið þið að berjast
sjálfar.“ En engin hríðskotabyssa mundi þá fyrir-
finnast, og þá loks mundi vera kominn á friður.
Við ættum sannarlega að skammast okkar. Hag-
fræðiráðstefnur mistókust. Afvopnunarráðstefnur
mistókust. Karlmönnunum mistókst. Öllum var ljóst
að við yrðum að taka höndum saman og stöðva
allan hernað og tryggja friðsamleg viðskipti okkar
á milli. En hvað gerðum við? í stað þess að senda
okkar mestu gáfumenn, menn eins og Albert Ein-
stein og Bertrand Russel og Romain Rolland á ráð-
stefnur, þá létum við „sérfræðingana“ eina um hit-
una. Á afvopnunarráðstefnuna sendum við hernað-
arsérfræðinga, menn sem hatast við frið og vilja
múgmorð, og svo urðum við sem steini lostnir yfir
því að ráðstefnan fór út um þúfur.
í annað sinn ætluðum við að létta af kreppunni,
auka heimsviðskipti og afskrifa stríðsskuldirnar, og
hvað gerðum við þá? Þá sendum við hóp háskóla-
kennara í hagfræði og þjóðmegunarfræði og sér-
fræðinga, sem sjá ekki sólina fyrir fræðum sínum
og skýrslum, og okkur var með öllu óskiljanlegt
(119)