Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Síða 122
hvers vegna hagfræðiráðstefnan bar engan árangur.
Það væri ósköp ámóta og ef reyn’t væri að gera
enskuna einfaldari með því að kveðja málfræðinga,
sem aldrei sjá annað en beygingarflokka sína og
reglur, í stað rithöfunda til ráðstefnu, og að við
væntum okkur einhvers árangurs af því.
Nú kæri ég mig kollóttan hverju fram vindur.
Meðan karlmenn með hvíta hanzka ræddust við, dró
upp ófriðarblikuna. Og þegar stúlkurnar segja að
þær langi líka til að reyna, þá segi ég bara: „Bless-
aðar reynið þið og guð veri með ykkur! Ykkur get-
ur ekki farið það verr úr hendi en mér.“
Ég ætla þvi fyrir mitt leyti að segja af mér og
fela kvenfólkinu stjórn heimsins, og ef mér tekst að
öngla saman nægum farareyri, þá ætla ég að leita
athvarfs á einhverri eyjunni í suðurhöfum eða í
frumskógum Afriku. Og þegar heimsmenningin
fuðrar upp í háan Surtarloga, get ég sagt við sjálfan
mig, þar sem ég sit í krónu eins döðlupálmans:
„Ó guð, ég hef þó að minnsta kosti verið sjálfum
mér trúr.“ (Lausl. þýtt.) A. P.
Efnisskrá.
Almanak (dagatal), eftir dr. Ólaf Daníelsson
og dr. Þorkel Þorkelsson ................ 1— 24
Penisillín, eftir Sigurjón Jónson lækni .... 25— 43
Arbók íslands Í945, eftir Ólaf Hansson mennta-
skólakennara ............................ 43— 77
Vegamál íslands, eftir Guðbrand Jónsson
bókavörð ................................ 77—107
Úr Hagskýrslum íslands, eftir Þorstein Þor-
steinsson hagstofustjóra ................ 108—115
Lýðræði og einræði, eftir Plato. Vilmundur
Jónsson landlæknir þýddi ................ 115—117
Ættu konur að stjórna heiminum? eftir Lin
Yutang, Agnar Þórðarson cand. mag. þýddi
(120)
117—120