Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Blaðsíða 123
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og þjóð-
vinafélagsins.
Nokkur orð til félagsmanna.
Að þessu sinni eru félagsmönnum látnar í té 5
bækur fyrir árgjald sitt:
1. Almanak þjóðvinafélagsins um árið 1947.
2. Úrvalsljóð Gríms Thomsen. Þetta er fimmta bókin
i flokknum: „íslenzk úrvalsrit“.
3. Heimskringla, I. bindi, búin til prentunar af dr.
Páli E. Ólasyni.
4. Heimsstyrjöldin 1939—1945, II. bindi, eftir Ólaf
Hansson menntaskólakennara.
5. Andvari, 71. árgangur. Hann flytur m. a. ævisögu
Sigurðar Eggerz, eftir séra Jón Guðnason.
Skáldsagan „Moon and Sixpence" eftir W. S.
Maugham mun koma út snemma á næsta ári og
verða fyrsta félagsbókin 1947.
Félagsgjaldið 1946 er 30 krónur eða 10 krónum
hærra en undanfarin ár. Breyting þessi var óhjá-
kvæmileg. Útgáfan verður fyrst og fremst að standa
á eigin fótum fjárhagslega. Og sökum þess að kapp-
kostað hefur verið að hafa félagsgjaldið sem lægst
undanfarin ár, en fjárliagurinn nú fremur þröngur.
Sumir kunna að ætla, að tillag félagsmanna hefði
eigi þurft að hæklta svona mikið. Hækkun þessari er
þó stillt svo í hóf sem framast var unnt, enda nemur
hún eigi allri þeirri miklu hækkun, sem orðið hefur
á útgáfukostnaði frá árinu 1939, þegar félagsgjaldið var
ákveðið 10 krónur. Útgáfan væntir þvi, að félagsmenn
taki þessari breytingu með skilningi og velvild. Það
er heldur ekki ofmælt, ef miðað er við annað bóka-
verð, að þeim bjóðist enn sem fyrr mikið og gott les-
efni fyrir lítið gjald.
í október 1946.