Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Blaðsíða 124
Heiðinn siður á íslandi,
skemmtilegt og fræðandi rit um trúarlíf íslendinga til
forna, eftir mag. art. Ólaf Briem. Bókin flytur mikinn
fróðleik um goð og landvætti, hof og blót og aðra
heiðna siði. Hún er mjög vönduð að frágangi, með
uppdrætti og mörgum myndum. Allir, sem íslenzkum
fræðum unna, þurfa að eignast þessa bók. Hún er ekki
seld með félagsbókunum, heldur sérstaklega. Frestið
ekki að eignast hana, þar sem upplagið er mjög litið.
Til nýrra félagsmanna.
Nýir félagar geta fengið allmikið af hinum eldri
félagsbókum við hinu upprunalega lága verði, svo
sem hér segir: Ársbækur 1942: 5 bækur fyrir 10 kr.,
1943: 4 bækur fyrir 10 kr., 1944: 5 bækur fyrir 20 kr
og 1945: 5 bækur fyrir 20 kr.
Hér er tækifæri til að gera sérstaklega góð bóka-
kaup, þrátt fyrir dýrtíðina. Af sumum þessara bóka
eru mjög fá eintök óseld.
Saga íslendinga í Vesturheimi,
3. bindi, eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson, er komið hing-
að. Þjóðræknisfélag íslendinga i Vesturheimi gefur
bókina út. Hún er 407 bls. i stóru broti og kostar
aðeins 35 kr. í vönduðu bandi. Enn eru nokkur ein-
lök fáanleg af 1. og 2. bindi.
Notum tækifærið hér heima til að endurnýja marg-
vislega ræktarsemi þeirra, sem vestur fóru, með því
að gera þetta sagnfræðirit fjölkeypt og fjöllesið.
Bókin fæst i bókaverzlunum i Reykjavik og hjá
flestum umboðsmönnum útgáfunnar.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og þjóðvinafélagsins.