Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Qupperneq 34
ar. Notkun þess fylgja skærar, bjartar og litskrúðug-
ar ofsjónir, sem birtast oft í mynd fagurra mynztra.
Amerískir Indíánar í suðurhluta Bandarikjanna og
í Mexikó nota það sem lið í trúarathöfnum sínum.
Ekki kvað fylgja þessu efni mikil ávanahætta.
Ýmsir hálfeitraðir ætisveppir hafa öldum saman
verið notaðir vegna annarlegra áhrifa þeirra, er svip-
ar að sumu leyti til mescaline-áhrifa, en að öðru
leyti fylgir þeim mikil hreysti-tilfinning, samfara
oflátum. Talið er að berserkir hafi þekkt þá og notað
i fyrndinni tii þess að geta gengið berserksgang.
Tomas De Quincey gaf út bók sína: Játningar
enskrar ópiumætu, árið 1821. Hann drakk ópium sitt
sem laudanum. Bók þessi var mikið lesin og voru
þeir, sem vanizt höfðu á ópíumnotkun, almennt kall-
aðir ópíumætur, án tillits til þess, hvernig þeir nevttu
þess. Þó voru ópiumreykingamenn ekki nefndir þessu
nafni. Þegar morfínistum fjölgaði (1820—-1830), voru
þeir einnig kallaðir ópiumætur, þó að þeir dældu
lyfinu inn undir húðina. Nautnalyfjaneytendur hér
á landi eru almennt kallaðir lyfjaætur, enda eru flest
lyfin tekin inn i töfluformi, að undanskildu morfini,
pethidini og heroíni, sem raunar þekktist ekki leng-
ur hér á landi.
Á nítjándu öld var mönnum elcki vel ljós ávana-
hættan, sem fylgdi deyfilyfjanotkun. Lyf þcssi voru
þess vegna notuð um miðbik síðustu aldar án allrar
gagnrýni, til þess að sefa og deyfa hvers konar minni-
háttar verki og óþægindi, við hósta, iðrakvefi, höfuð-
verkjum og það allt upp í sárustu kvalir vegna alvar-
legra eða ólæknandi sjúkdóma. Mörg meðul höfðu
5—10% deyfilyfjamagn, en voru samt seld án lyf-
seðils eða annars eftirlits í lyfjaverzlunum og feng-
ust jafnvel i matvörubúðum. Á þennan hátt var jafnt
fullorðnum sem börnum komið á spenann og þeim
gefið ótrúlega mikið magn af ópíum, morfíni, kókaini
og kodeini. Á hverju heimili i Bandaríkjunum var
(32)