Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 36
gegn eiturlyfjunum. Fyrstur manna lýsti hann þrem-
ur aðaleinkennum deyfilyfjanautnarinnar: 1) Óvið-
ráðanleg löngun i lyfið og þörf fyrir það. 2) Vaxandi
þol gegn því og þar af leiðandi óhjákvæmileg aukn-
ing á neyílu lyfsins. 3) Hið sérkennandi afturhvarf
til lyfjaneyzlunnar, sem langoftast á sér stað. þó að
sjúklingnum takist að venja sig af því í bili.
Dr. Towns stakk fyrstur upp á því, að komið yrði
á ströngu og kerfisbundnu eftirliti á lækningum
nautnalyfjaneytenda i umsjá lækna. Samdi hann frum-
varp til laga þaraðlútandi og er brezki lagabálkurinn,
Dangerous Drugs Act, mjög saminn í svipuðum anda.
Bretar hafa, af öllum þjóðum heims, fæsta nautna-
lvfjanevtendur, eða innan við 500, og má hiklaust |
þakka það löggjöfinni.
Frumvarp dr. Towns var samþykkt i Bandarikj-
unum 1904 og nefndist Boylan lagabálkurinn. Sá |
hryggilegi atburður gerðist við þessa lagasetningu, 1
að ákvæði Towns um lælcningu og meðferð nautna-
lyfjaneytenda voru felld niður áður en lögin voru j
endanlega samþykkt. 1914 var samið upp úr þessum
lögum hið svonefnda Harrison Narcotic Act og var
þar einnig sleppt hinum mikilvægu ákvæðum um
aðild læknanna í meðferð sjúkdómsins.
Lögin miðuðust einungis við eftirlit, framleiðslu
og sölu lyfjanna. Alla sölu deyfilyfja, jafnt í stórum
sem smáum skömmtum, skyldi skrásetja, og lyf þessi
mátti aðeins afhenda gegn lyfseðli frá lækni. Þetta
ákvæði kom í veg fyrir lausasölu í lvfjabúðunum og
sendi i rauninni alla lyfjaneytendur til læknanna og
undir umsjá þeirra. í fyrstu var þessari ráðstöfun
mjög fagnað. Þegar birgðir lyfjaneytendanna þrutu,
mynduðust langar biðraðir fyrir utan lækna-
stofnanir og læknunum reyndist ókleift að veita
sjúklingunum nokkra meðferð. Þeir urðu því fljót-
lega eins konar Iyfseðlamiðlarar. Leituðu þá margir
til sjúkrahúsanna, sem tóku við þeim viðstöðulaust.
(34)