Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 104
22,6 millj. kr. (árið áður 16,1 millj. kr.), til Hollands
19 miilj. kr. (árið áður 13,7 millj. kr.), til Jamaica
17 millj. kr. (árið áður 0,1 millj. kr.), til Brasilíu 16,7
milJj. kr. (árið áður 22 millj. kr.), til Noregs 15,1
millj. kr. (árið áður 11,7 millj. kr.), til Grikklands
11,3 millj. kr. (árið áður 16,2 millj. kr.), til Frakk-
lands 9,2 millj. kr. (árið áður 9,1 millj. kr.), lil
ísraels 8,7 millj. kr. (árið áður 5,3 millj. kr.), til
Kúbu 7,1 millj. kr. (árið áður 7,2 millj. kr.), til ír-
Iands 6,5 millj. kr. (árið áður 2,3 millj. kr.), til Suð-
ur-Afriku 4,4 millj. kr. (árið áður ekkert), til Ung-
verjalands 2,5 millj. kr. (árið áður 1 millj. kr.), til
Egvptalands 2,5 millj. kr. (árið áður 2,2 millj. kr.),
til Belgíu 1,6 millj. kr. (árið áður 1,8 millj. kr.), til
Venezúela 1,2 millj. kr. (árið áður 0,7 millj. kr.).
Verzlunarjöfnuður var óhagstœður. Andvirði inn-
flutts varnings nam 1405,9 millj. kr. (árið áður
1361,7 millj. kr.), en andvirði útflutts varnings
1069,1 millj. kr. (árið áður 987,6 millj. kr.).
Mikilvægustu innflutningsvörur voru oliuvörur
(mest frá Sovétsambandinu), álnavara (frá Bret-
landi, Tékkóslóvakíu og ýmsum fleiri löndum, vél-
ar (frá Vestur-Þýzkalandi o. m. fl. löndum), bílar
(einkum frá Bandarikjunum, Sovétsambandinu, Vest-
ur-Þýzkalandi og Tékkóslóvakíu), málmar (einkum
frá Bretlandi, Danmörku, Sovétsambandinu, Tékkó-
slóvakíu, Vestur-Þýzkalandi og Bandarikjunum),
trjávörur (aðallega frá Sovétsambandinu og Finn-
landi), skip (einkum frá Danmörku), kornvörur
(mest frá Bandaríkjunum), pappírsvörur (einkum
frá Finnlandi), kaffi (aðallega frá Brasilíu), ávextir
(einkum frá Bandaríkjunum), gúmmívörur (einkum
frá Tékkóslóvakíu og Ítalíu), sykurvörur (mest frá
Kúbu og Tékkóslóvakiu), skófatnaður (einkum frá
Tékkóslóvakiu), vísindaáhöld og mælitæki (einkum
frá Vestur-Þýzkalandi), tóbaksvörur (aðallega frá
(102)